Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1919, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.11.1919, Qupperneq 14
172 LÆKNABLAÐIÐ það undir mæliker leti og hirðuleysis, — ekki allir að vísu, en langt oi: margir. Það verður að segja svo hverja sög-u sem hún gengur. Fjórða daginn var það efni á dagskrá, sem mér þótti ekki minst um vert: gerð útveggja á íbúðarhúsum (byggematerialernes betydning for ökonomisk opvarming). Tveir hófu umræður, Nandelstadh, finskur verk- fræðingur, og próf. Lumbye í Höfn. Á ræðu Nandelstadh var ekki mik ið að græða, en próf Lumbye hélt mjög lang-an og fróðlegan fyrirlest- ur um þetta efni og skýrði mál sitt með töflum, myndum og tilraunum. Svipaði fyrirlestri hans mjög til Jóns Þorlákssonar (Tímar. verkfræðinga- fél. 1919), þó niðurstaðan yrði nokkuð á annan veg. Hann taldi nauð- syn að einangra alla útveggi, en taldist svo til, að pressaðar korkplötur væru að öllu samtöldu bestar. Margt var á ræðu hans að græða, en svo virtist mér þrátt fyrir alt, að ekki væri þeim útlendingunum þetta mál svo ljóst sem oss. Eg skýrði stuttlega frá tilraunum manna hér og reynslu vorri og vakti það nokkra eftirtekt. Eg átti siðar tal við próf. L. og virt- ist mér hann fallast á að bæði væri korkþynnurnar dýrar (17 kr. fermeter) og að skamt mundi kork endast í heiminum, ef margir notuðu það til bygginga. Skjólvegginn yrði að gera úr efnum sem nóg væri af (mó) og þá helst verðlitlum úrgangsefnum t. d. ösku ef auðið væri að gera steypu úr henni. Hann hafði í huga að gera frekari tilraunir með skjól- góð byggingaefni. Annars hefir dýrtíðin og kolavandræðin vakiö Norður- landabúa til þess að hugsa alvarlega um þetta mál. Þannig hefir norska stórþingið veitt verkfræðingaskólanum í Þrándheimi 100.000 kr. til þess að gera tilraunir með skjólgóða útveggi og bauðst til ])ess að veita svo mikið fé, sem á þyrfti að halda, því hér væri um svo mikla almennings- heill að ræða.* Þeir byggja þar smáhús af ýmsum gerðum, hita þau upp með rafmagni og mæla dagl. hita, raka o. fl. Er vonandi að þessi vakn- ing öll beri einhvern árangur. Fundi lauk með rikmannlegri veislu á Ráðhúsi Kaupmannahafnar. Er ])ar svo mikið í húsakynni borið og búnað þeirra, að hvergi sá eg annað eins. Er ekki að undra þó Dönum finnist fátæklegt hjá oss er þeir koma hingað. Ýmsum góðum mönnum kyntist eg á fundinum og mátti heita að al- staðar væri sama um þá að segja: lifandi áhugi fyrir ýmsum nauðsynja- málum, mikill vinnuhugiir og vinnugleði. Svefninn sækir ekki eins á í sterka menningarstraumnum og samkepninni ytra. Meðal annars lék mönnum hugur á að stofna norrænt timarit heilsu- fræðislegs efnis og eru nokkrar líkur til að það hefjist eftir nýár. Kom ist ritið út, efa eg ekki að margt verði á því að græða og einnig fyrir oss, Einn sveitalækni norskan heimsótti eg, Dr. Tlmner i Hallingdalnum, skamt frá Gol. Hann bjó í allrisulegu tvílyftu húsi, sem flestum hér myndi þykja helst til stórt til þess að hita það upp, en sagðist eiga vor. i öðru veglegra, þvi þetta væri að eins til bráðabirgða. Skrifstofa hans var stór og rúmgóð, bækur allmargar og tiltölulegar nýjar, flestar al- * Til samanburðar má geta þess, að eg fór fram á að síðasta Búnaðarþing veitti nokkur hundruð kr. til þess að gera frekari tilraunir með skjólgóða útveggi, en það tók það ekki til greina.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.