Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1919, Síða 15

Læknablaðið - 01.11.1919, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ i?3 kunnar þýskar bækur. I forstofunni hékk spjald meS ýmsum góSum á- minningum um varúð við berklaveiki. Dagbók hans yfir sjúklinga fékk eg að sjá og var hún meö þessu algenga skipulagi: Nr. | Dato | Nafn, staða, aldur | Sjúkdóhtslýs. Diagnosis | MeSfcrð | GoldiS | Skuld. Mikið hefir veriö af því sagt, að norskir læknar hefðu margar bækvtr aö halda, Eg skoðaði skruddurnar og ekki uxu ntér þær beinlínis í augum. Mér þótti Dr. Thumer rösklegur maður, kvaðst hann una æfinni vel og ekki teldi hann áreynsluna meiri en góöu hófi gegndi, enda átti hann véla- hjól til þess að ferðast á. Sagðist ætíð hafa lagt stund á íþróttir og' væri það sin besta skemtun að klifra upp á fjallatinda. Atti hann allmikið steina- safn til minja um þá leiðangra. Þeir hefðu átt að slá sér saman Þórður Guðjohnsen og Thuner. Eg hitti þá kennarana í líffærafræði í Uppsölum og Kristjaníu, og leit á söfn þeirra og allan útbúnað. Þeir tóku mér með allri alúð, og mun mér lengi minnisstætt allur sá áhugi og vinnugleði, sem mér virtist skína út úr þeim öllum. Líffærasafnið í Uppsölum er ekkert smáræði og mikið unnið í þeirri grein. í Kristjaníu hafa öll kenslutæki og líffærasafnið verið stórlega endurbætt á síðustu árum, svo það má nú heita fyrirtak. Öllu sér- lega vel komið fyrir. Prosektor Hopstock hefir orðið fyrir þeirri ógæfu, að geta ekki staðið, fyrir algerðu máttleysi í fótum, eigi að síður kennir hann líkskurð og líffærafræði, glaður og kátur eins og ekkert hefði í skor- ist. — Það er mér hvað minnisstæðast úr öllu ferðlaginu, að hvervetna hitti eg menn, fulla af áhuga, önnum kafna hvern við sitt, kenslu, rann- sóknir eða ritstörf, Þar sem andinn er slikur, koma framfarirnar af sjálfu sér, Af íslenskum íæknum, sem eg hitti, má nefna Gísla Brynjólfsson, Guð- mund Thoroddsen og Stefán Stefánsson. G. B. hefir mikla praxis í Kbh. og líður ágætlega. G. Th. hefir unnið á Friðriksbergsspítala siðan hanu fór héðan og stundað sérstaklega skurðlækningar. Hefir hann nú fengið ágæta mentun i þeirri grein. S. S. er búsettur í Ars, úti á Jótlandsheiðum. Hann hefir starfað þar lengi, og getið sér góðan orðstýr, enda er hann nú ef til vill mestur efnamaður af íslenskum læknum. Hús á hann ágætt, hefir vandaðan bil til ferðalaga o. s, frv. Eg dvaldi einn dag hjá honum i góðu yfirlæti og fór stutta ferð til sjúklings með honum í þeim mikla bíl. G. H. Smágreinar og athugasemdir. Trassinn var ekki læknir! Eg hafði illan grun á því, að umferðabókin, sem send var milli lækna, hefði numið staðar hjá einhverjum trassa. Hall- dór Kristinsson læknir fann hana hjá bréfhirðingarmanni, sem ekki hafði sent hana frá sér, og kom henni aftur á flot. ’1 rassinn var ekki læknir! segir H. Kr., og fór það betur. Er nú vonandi, að hún haldi greiðlega áfram. Skýrslurnar og prestarnir. í Ágústblaðinu færa 3 læknar sér það til af- sökunar á því hve síðbúnar ársskýrslur hafa verið, að það hafi staðið

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.