Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1920, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.09.1920, Qupperneq 4
130 LÆKNABLAÐIÐ Adductores femoris: L. II, III, IV. Abductores femoris: L. V, S. I, II. Rotatores femoris : inn á viö L. III, IV, V, S. I, II, út á vi'ö L. V, S. 1, II. Extensores cruris: L. II, III, IV. Flexores cruris: L. V, S. I, II. Dorsal flexores pedis: L. III. IV. Plantar flexores pedis: L. V, S. I, II. Þaö á aö skera þær rætur í sundur, sem þeir vöövar, er mest sperr- an er í, eiga taugar sinar til að rekja, en gæta þó þess, aö svifta eng- an liluta til fulls tilfinningataugum. 1912 telst Förster svo til, aö þessi operatio hafi veriö gerö 119 sinn- um og 13 dáiö (11%). Operationin hefir veriö gerö til þess aö ráöa bót á sperri-lömunum, sem stafaö hafa af ýmsurn kvillum, og lánast misjafn- lega vel, eftir því hver veilcin hefir veriö. Oftast hefir hún veriö gerð við morbús Littlei og árangurinn ])ar oröiö einna bestur. Þó má eigi gera hana aö einkameðferð á þeirri veiki, því aö operationin i sjálfu sér, getur veriÖ lifshættuleg fyrir sjúklinginn, ])ó aö teknik og aseptik sé í lagi. Ber því aö eins að beita henni, þegar ekki er hægt að hjálpa sjúklingnum meö ortopædiskum aögeröum. Förster segist svo frá (Frgebnisse der Orthopádie und Chirurgie II. Band, 1911), að 1911 sé húiö aö gera þessa operatio 27 sinnum viö Littles- veiki, og hafi 23 lifað, og öllum batnaö nokkuð, en mjög mismunandi, en þar sem batinn var minstur, ])á hafi það stafaö af því, aö annaðhvort hafi of fáar rætur vefið skornar eöa ræturnar veriö illa valdar. Eins og kunnugt er, þá eru í morbus Littlei vitsmunir sjúkl. altaf lé- legri, heldur en hjá heilbrigðum, sumir algeröir idiotar, aðrir sæmilega greindir, og svo öll stig þar á milli en standa þó ekki í beinu hlutfalli viö lamanirnar. Vitsmuni sjúklingsins veröur að meta eigi síður en þaö líkamlega á- stand, (áður en ráöist er í aö operera), þvi aö það eru eigi að eins þeir þræöir í pyramidastrengjunum veiklaðir, sem eiga aö hera þau heilaáhrif, sem stilla ósjálfráöar hrevfingar í hóf, heldur einnig ])eir, sem eiga aö flytja hvatningu til sjálfráöra hreyfinga, og ])vi þarf sjúkl. að hafa vissa greind, til þess að hægt sé aö kenna honum aö nota þá möguleika til fulls, sem hann hefir fengiö viö ])aö, aö hindranirnar, sem sperrunni ollu, hafi horfiö. Idiota þýðir ekki aö operera, nema þá til þess, að þeir veröf léttari í vöfunum. ÞaÖ eina sinn, sem eg hefi gert Försters operation, var á telpu, H. A. K., 7 ára pamalli. Hún kom á spítalann 1. des. 1915. Eftir l>vi sem móðurinni segist frá, fædd- ist hún fullburða og á réttum tíma. Gekk fæðingin vel og var ekki tekið eftir neinu athugaverðu þá þegar. A öðrum degi fór að bera á krampakippum aðallega hægra megin, en ])ó einnig nokkuð vinstra megin. Þetta hélst svo við, en fór þó að bera meira á óeðlilegum hrevfingum, fingrafálmi og sperringi. Síðan hefir þetta haldist við hana, og ágerðist mikið fyrstu árin. Ekki hefir henni lærst að standa óstuddri né ganga. Einu sinni hefir hún fengið krampa — fyrir 2—3 árum, — misti þá með- vitund og froðufeldi. Að öðru leyti hefir hún verið heilsugóð, hægðir og maitarlyst 1 lagi, og þrifist vel. Systkini á hún 6, öll heilsugóð, nema eina systur, sem hefir haft „taugatitring" í öðrum handlegg.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.