Læknablaðið - 01.09.1920, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ
■133
Sperran haföi verið mest í extensor., rotator. og adductor. fem., einnig
extens. cruris og plantar flex. Samkvæmt skýringum Försters hér aö fram-
an, um greiningu rótanna, virtust L. II, III, V og S. II, eiga mest ítök í
þessum vö'övaflokkum og því valdi eg þær.
Sperran hvarf þegar í staö viö operationina. Á öörum degi byrjaöi eg
að hreyfa neöri útlimina possivt; mótstöðu veitti hún enga, en fyrstu
vikuna kendi hún i hvert skifti sársauka upp i hrygg, en svo hvarf þaö.
Á sjöunda eöa áttunda degi gat hún af sjálfsdáöum dregiö fæturna dálítið
aö sér (beygft um hnéð ca. 120 gr.), og rétt úr þeim aftur, ilbeygt ogrist-
arbeygt fótinn dálítiö, og lét eg hana æfa sig á þessu daglega. Snertitil-
finning virtist eðlileg, ]jó nokkuö dauf.
Á 12. degi, þegar skurðurinn var gróinn og búiö að taka saumana, bjó
eg til gipsrúm, sem náði frá herðablöðum og niður undir iljar, þannig
lagað, að þaö hélt útlimunum í þeim skoröum sem áður er getið. Nú var
byrjað aö núa (massera) liana daglega og haldið áfram að æfa hana
passivt og aktivt.
Það slvs vildi til ca. þó mánuði eftir operationina, að þvag haföi runnið
undir hana og hún særst við það og skurðurinn rifnað upp að neðanverðu
cjg var það ekki gróið að fullu fyr en mánuði síöar, og var því verra aö æfa.
Fyrst i janúar var ])ví ástand sjúkl. líkt og lýst var. Fór eg þá í burtu
og sá svo ekki sjúklinginn fyr en eg kom aftur seint í aprílmánuði. Var
hún ]^á löngu komin af spítalanum, hafði ekki verið þar nema 2V2 mán.
eftir operationina, en meðan hún dvaldi þar, hafði verið haldið áfram að
æfa hana aktivt og passivt og nudda útlimina. Eftir að heim kom, tók
móðir hennar við stjórninni og býst eg við, að það hafi ekki verið eins
gott lag og regla á æfingunum eftir það. Þá var hún svo, að hún gát
staðið eins og fyr upp við stokk, en stóð nú í alla ilina, en ekki bara
á tá og jarka, eins og áður. Var hún miklu stöðugri, sperra engin í neðri
útlimunum, styrkari, spyrnti í, gat látið vatna undir hælinn með beinu
hné, þegar hún lá út af, gat beygt dálítið um hnéð og rétt aftur, og einS
Um öklalið, fært fæturna sundur og saman. Að vísu kvað ekki mikið að
þessum sjálfráðu hreyfingum, aftur á móti mátti hreyfa passivt
e f t i r v i 1 d. Nú var náttúrlega miklu hægara aö hirða hana og fara
með, heldur en áður. Eftir að hún kom heim, hafði hún aldrei notað gips-
rúmið, en ])ó voru hvergi neinar contracturæ.
Vitanlega var það yfirsjón, að sleppa henni svona fljótt af fepítalanum,
því að eins og auðvitað er, þá veröur aldrei æft eins með reglu í heima-
húsum og þar, en það er aðalskilyrðið fyrir góðum framtiðarárangri. Til
þess aö fá nokkurn verulegan árangur þarf marga mánuði.
Eftir þvi, sem Förster segist frá, þá hefir í þau skifti, sem hann hefir
getaö fylgst með sjúklingnum, framtíðarárangurinn fyrst og fremst verið
kominn undir því (NB. hafi réttar rætur verið skornar), að æfingunni og
kenslunni væri haldið áfram árum saman, og sjúkJingnum ekki slept af
spítalanum, fyr en hann væri fær um að gangn og standa. T. d. segir
hann frá einum sjúkling, sem Tietze opereraði, sem var tekinn af spítal-
anum fáum mánuðum eftir operationina, áður en hann var farinn að læra
að standa eða ganga, en þó á góðum framfaravegi, að það var komið meö
þann sjúkling aftur eftir 3% ár í nákvæmlega sama ástandi og þegar hann