Læknablaðið - 01.10.1920, Qupperneq 3
6. árg.
Október, 1920.
10. blað.
Andleg slys.
ÞaS þykir sjálfsagt að læknar viti góð deili á beinbrotum, liðhlaupum
og öðrum líkamlegum slysum. Um andleg slys var mér ekkert kent
á mínum námsárum, og þó rak eg mig fljótlega á, að slíkar slysfarir eru
algengar, ef til vill algengari og hættulegri en flest likamlegu slysin. Það
er algerlega víst, að læknar þurfa að vita deili á þeim og geta rétt þeim
hjálparhönd, sem fyrir þeim verða, en hitt kannast eg fúslega við, að eg
er illa fær til þess að leiðbeina öðrum í þessum efnum. Eg hefi aldrei
náð í góða bók um þau og lítinn áhuga haft á geðveiki og sálarsýki. Eg
hefi því ekki öðru til að tjalda en því litla, sem lifið og reynslan hefir
kent mér, en ef til vill getur það þó orðið einhverjum að liði. Öll þau
mörgu rit, sem komið hafa út á siðari árum um þetta efni, „sálargrenslun“
(psychoanalysis) o. þvíl., hafa að mestu farið fram hjá mér. Eg hefi
haft um annað að hugsa.
Til þess að segja hverja sögu sem hún gengur, þá rak eg mig fljótt
á. það, er eg fór að starfa sem læknir, að hér er ótrúlega mikið af ,,hysteri“.
Þetta fólk fékk ýmislega krampa, „brjóstkrampa" og hvað það nú alt
var kallað, var vanstilt í skapi, það gat sett að því grát er minst varði, það
var viðkvæmt, istöðulitið, allajafna þunglynt eða dutlungafult. Sjaldan
varð eg var við tilfinningarleysi, en hjartsláttur var tiður og „máttleysi
fyrir hjartanu." Á spítalanum erlendis hafði eg séð slikar krampakindur
og vanmetaskepnur settar i köld böð, annars gefin nervina: valeriana, asa
foet. & cet. Að öðru leyti var tíminn látinn lækna þær — ef hann þá vildi
gera það! Eg kunni i fyrstu fá önnur ráð, reyndi til að grafast eftir líkam-
legum vanheilindum, stappa stálinu i ræflana og gaf þeim síðan valeriana
og asa foet. Hversu þessum skottulækningum reiddi af skal eg ekki segja,
en sumurn mun þó hafa batnað. Sú suggestio, sem lyfjunum fylgir, getur
verið nóg eða hjálpað. Eg man t. d. eftir konu einni, sem fengið hafði
moskusdropa hjá öðrum lækni. Hún var sæmileg, er hún hafði þá, en
ekki mátti blanda þá með valeriana, því þá urðu þeir ódýrari, en dýru
moskusdropana trúði hún á.
Ekki var laust við, að eg hefði hálfgerða skömm á þessum hysterisku
konum, fanst öll þessi vanstilling og taumleysi hálfgerður ræfilsháttur,
sem fólkið æ 11 i að geta stjórnað. En fljótt fann eg, að mig skorti þekk-
'ngu á þessum kvillum, að alt lyfjagutlið var ekki annað en skottulækning.
Eg leitaði í skræðum mínum, en varð lítils visari.
Svo rann upp fyrir mér dálitið ljós, einn góðan veðurdag. Eg varð var
við að þessi vanheilindi höfðu oft hafist all-skyndilega og verið
sanrfara einhverjum atvikum, sem mikil áhrif höfðu haft á