Læknablaðið - 01.10.1920, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ
147
alla alvörugefnina og hluttekninguna í raununi sjúklingsins gerði eg mig
nú kátan og glaöan, fullvissaöi haiin á ný, að okkur skyldi ekki veröa
skotaskuld úr því aö gera gott úr öllu þessu. Ef mögulegft var, sagöi eg
sjúkl. aö leita til mín meö %—1 mán. millibilum og láta mig vita hversu
alt gengi. — Þegar svo langt var komiö viötalinu, var sjúklingurinn alla-
jafna farinn aö hressast við og taka gleöi sína aftur. Eg fann ljóslega, er
alt haföi tekist vel, aö skapiö var léttara og vonin vakin um leiöréttingu
þessara mála. Sjúkl. þakkaöi mér fyrir góö ráö og tók innilega í hönd rnína.
Eg skal aö eins nefna eitt dæmi til skýringar. Kona kemur til mín, sem
upprunalega haföi veriö glaðlynd og heilsugóö, hraustlega vaxin og líkleg
til þess aö hafa verið hraust. Hún kvartaöi i fyrstu um svefnleysi, en svo
bættust við ýmsar aörar algengar umkvartanir, istööuleysi, veila fyrir
hjarta & cet. Alt í einu fer hún að gráta og rnissir stjórn á sjálfri gér. Eg
tala viö hana á þann hátt sem fyr er sagd, og smámsaman kemur þetta upp
úr kafinu: Hún hafði átt hvert barnið á fætur öðru, haföi lítinn svefnfrið
á nóttum (börnin), en sífelt arg og slitvinnu allan daginn, mikiö unr aö
hugsa og stóru búi aö stýra. Þetta þoldist þó. Svo bættist alt í einu viö
deila milli hennar og mannsins um breytingu á högum þeirra og nokkurt
ósamlyndi út úr þessu. Þ e 11 a jioldist ekki, í viðbót viö hitt, og þá b'raust
þessi veila fram. Ráðlögö tveggja mánaða dvöl á ágætum staö utan heirn-
ilisins, hvíld og ríkulegt fæöi. Talað viö mann konunnar og misklíöin milli
hjónanna jöfnuö. Eftir þennan tíma gott útlit, gott skap og einkennin
horfin. Góð heilsa eftir heimkomuna.
Þaö heföi veriö vit í því, að ráöleggja henni köld böö og valeriana!
Eg gæti bætt við mörgum öðrum dæmum og sumu kátlegum, en læt
þetta nægja,. því aöferöin var ætíð svipuð. Þó oft væri ókleift aö bæta
úr raunum manna, sáru basli, missi ástvina, vonbrigöum í ástamálum, þá
virtist mér þaö hafa góö áhrif á sjúklingana, aö fá rækilega um þetta tal-
að, aö fá lækninn sem vin sinn og trúnaðarmann í vandræöunum. Eflaust
nutu sumir góös af þeirri „verbal suggestio“, er eg gaf þeim, sumir fengu
betri ráö en þeim haföi hugkvæmst sjálfum. Eg vissi þess dæmi, aö sjúkl.
batnaði til fulls eftir eitt rækilegt viötal — án allra lyfja. Oft sárnaöi mér
að kunna ekki til dáleiðslu, sem eg hugöi aö kynni vel aö duga sumum
sjúkl.ingum. Annars haföi eg mesta trú á h v í 1 d (andlegri og líkarn-
legri) og ríkulegu f æ ö i, svo sjúkl. gætu fitnaö. Á bööum eöa köld-
um þvotti hafði eg enga trú. Aðrir læknar höfðu stundum ráðlagt slíkt, en
að litlu haldi komiö. Útigöngur og erl hélt eg fremur spilla en bæta.
Eg skal taka það fram, til þess aö fyrirbyggja misskilning, aö eigi
voru þaö ætíö neinir skyndilegir atburöir, er andleg slys fylgdu, sem voru
undirrót vanheilsunnar. Eg hitti áþreifanleg dæmi ]iess, að hún gat verið
a r f g e n g, eöa að minsta kosti mikil tilhneiging til hennar. Þá höfðu
fleiri en einn sjúklingur s m i t a s t af öörum. Slík andleg smitun er eins
og allir vita, daglegur viðburður, því bver dregur dám af sínum sessu-
naut, þó sjaldnar gerist úr því sjúkdómur. Viö smitunina reyndist mér
ágætlega aö stía sjúklingunum sundur og sjá þá jafnframt um, að sjúkling-
urinn kæmist á gott heimili. Þurfti þá, aö sjálfsögðu, aö gera húsmóöur-
inni þar grein fyrir öllum ástæöum. (Framh.)