Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1920, Síða 10

Læknablaðið - 01.10.1920, Síða 10
152 LÆKNABLAÐIÐ ágerðist. Vegna hypertrofia prost., var gerö prostatectomia s u p r a p u b., 2% mánuöi síðar 1 i g ajt. v a s. def'e r. d' u pi 1. Eftir 2% mánuö hverfa sjúkdómseinkenni hans, útlitiö blómlegt, andlitshrukk- ur hverfa, hann lítur út eins og ungur nraöur, glaður og í fullu fjöri. Libido og potentia eins og þegar harin var upp á sitt besta. Þyngst um 10 kg. Hér hafa auðsjáanlega skeð tákn og stórmerki. Allir mennirnir virðast hafa kastað ellibelgnum. Auðvitað á þetta eftir að gang'a gegnum hreins- unareld frekari reynslu, en geta má þess, að Vorariof í Frakklandi, hefir gert samskonar tilraunir með gamlan hrút og tókst ágætlega. En hvernig sem fer um ellibelginn, þá hafa hér verið gerðar svo stórfenglegar upp- götvanir, að þær kunna að setja mót sitt á stóra kafla læknisfræðinnar. Kynlegt virðist það þó, að aldrei hefir það heyrst, að sá fjöldi sjúklinga sem vasectomia hefir verið gerð á við hypertrophia prostatae (Rovsing o. fl.) hafi yngst upp eða tekið slíkum umskiftum. G. H. & St. J. Smágreinar og athugasemdir. Smit-hreinsun. Stúlka leitaði eitt sinn til mín þeirra erinda, að háseti (islenskur!), á skipi þvi er hún kom með, hefði nauðgað sér, eða gert tilraun til þess. Strax á eftir hafði hún heyrt ávæning af því, að maður þessi hefði syfilis eða einhvern samræðiskvilla. Hún fór því strax tjil læknis, sama daginn og jjessi ósköp gengu á, til þess að komast hjá sýkingu. Getur nú læknir forðað slíkum sjúkling frá þvi að sýkjast? H v e r n i g skal að því farið? Sjálfur hefi eg enga reynslu i þessum efnum, en svo er sagft, að vandleg smit-hreinsun (eg finn ekki skárra orð yfir preventive treatment) komi að fullu gagni, ef skamt er liðið frá. Eg set hér útdrátt úr reglum þeim, sem United States Public Health Service gefur um meðferðina: Sjúklingurinn er látinn kasta af sér þvagi, siðan eru genitalia þvegin vandlega með sápu og vatni. Vagina er skoluð með 2 lítrum af 38° heitu vatni og síðan 2 litrum af sublimatvatni 1 : 2000. Því er einnig skolað yfir genitalia að utan. Speculum er fært inn í vagina, hún þurkuð og síðan öll slímhúðin strokin vandlega (tampon) með 2% protargoluppleysingu. Þess er gætt, að vel sé sléttað úr slimhúðarfellingum, jxirtio vagiin. vel þvegin og vestibrilum vaginae. Þá er protargolvatninu dælt inn í urethra og sjúkl. látinn halda fingri fyrir opið i 5 minútur, svo lögnrinn haldist inni. Þeg- ar þessu er lokið er vagina skoluð á ný með heitu vatni, síðan þerruð varidlega. Nú er 4 grm af calomelsmyrsli (33%) núið vandlega inn í alla slímhúðina í vagina og vestibulum, einnig hörundið umhverfis. Gummi- pappir er lagður yfir og festur með T-liindi. Smyrslin má ekki þvo af iyr en eftir nokkrar klst. Ef um k a r 1 m a n n er að ræða, eru reglurnar tilsvarandi: Sjúkl. kast- ar af sér þvagi, sápuþvottur (penis og scrotum), sublimatþvottur, vandleg þurkun, protargoldæling í urethra, calomelsmyrsli núið vandlega inn í slímhúð og hörund (penis og scrotum). Gummipappir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.