Læknablaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 3
LlllllLlllfl
7- árg. Júlí, 1921. 7. blað.
Aðalfundur Læknafélags íslands.
Samkvæmt fundarboSi í Lbl. var 2. aöalfundur Lf. Isl. haldinn í Há-
skólanum þ. 24. júní 1921, kl. 5. Á fundi mættu þessir læknar:
Þóröur Thoroddsen, Guöm. Hannesson, Þórður Sveinsson, Jón Hj. Sig
urðsson, Ingólfur Gíslason, Jón Kristjánsson, Maggi Magnús, Stefán Jóns-
son, Kggert Briem Einarsson, Siguröur Magnússon, Sæm. Bjarnhéöinsson,
Gunnl. Claessen, Halldór Hansen, Ólafur Gunnarsson, Guöm. Bjömson,
Guöm. Thoroddsen, Magnús Jóhannsson, Snorri Halldórsson, Jón Jónsson,
Guöm. Hallgríntsson, Jónas Kristjánsson, Þóröur Edilonsson, Kristm.
Guðjónsson, Andrés Fjeldsted, Matth. Einarsson, Bjarni Jensson.
Guðm. Magnússon hafði boðað forföll.
Formaður setti fundinn, gat um fundarboð og undirbúning fundarins.
Þá stakk hann upp á sérstökum fundarstjóra og ritara til aðstoðar ritara
félagsins. — Fundarstjóri var kosinn Þóröur Thoroddsen, aðstoöarritari
Ól. Gunnarsson.
Gunnl. Claessen talaði nokkur orö um fundarboðunina, þótti hún ófull-
komin, einnig illa farið, aö fundur hefði falliö niöur í fyrra. G. H. og
S. Bj. svöruðu nokkrum orðum.
Guðm. Thoroddsen mintist á aö stjórnin heföi ekki skýrt frá hag fé-
lagsins um áramót.
Form. las upp bréf frá gjaldkera (G. M.) og yfirlit yfir hag félagsins.
G. H. bætti nokkrum oröum við um starf félagsins.
Þá var tekið fyrir fyrsta aðalmál á dagskrá:
I. Breyting á 4. gr. laganna. Form. bar fram þessa breytingartillögu:
í stað síöustu málsgreinar komi: ,,Kosning fer skriflega fram á aöalfundi
og gildir til næsta aðalfundar. Fjarstaddir félagar geta sent fundinum
atkvæði sín skriflega."
Þóröur Sveinsson mælti móti atkvæðisrétti fjærverandi félaga. G. H.
taldi rangt að svifta þá atkvæði, sem ekki gætu sótt fund. Guðm. Björn-
son bcnti á, aö þá réðu Rvíkurlæknar atkvæðum. Þóröur Edilonsson mælti
með till. Þ. Sv. féll siöan frá sinni till. G. Bj. og G. Thoroddsen ræddu
málið nokkru frekara. Jón Jónsson vildi eitt af tvennu, láta fund ein-
ráöan um kosningu eða halda gamla fyrirkomulaginu, taldi það ekki full-
reynt. Ing. Gíslason mælti með kosningarrétti fjarstaddra.
Fyrri hluti till. samþyktur með 19 samhljóða atkvæðum og sömuleiðis
síðari hlutinn. •
II. Halldór Hansen flutti þá erindi um ulcus ventri.cull.