Læknablaðið - 01.02.1922, Qupperneq 12
26
LÆKNABLAÐIÐ
í þa'ð mál hér, en vegna strjálbygöar og erfiðra samgangna á landi hér
virðist radíum að öðru jöfnu heppilegra, þar eð oftast nær niá takast
að framkalla amenorrhoe með einni radíuminnlagning, en tiísvarandi rönt-
genlækning tekur nokkrar vikur.
Hlé varð á rekstri R.stofunnar 1917, þar eð ekki var unt að fá rafmagn
frá 30. ág. til ársloka. Ennfremur var lokað 5 fyrstu mánuði ársins 1919;
forstöðumaður þann tima i Sviþjóð og Englandi, til að kynnast radium-
lækningum, en hafði jafnframt góðan tima og tækifæri til að stunda
Röntgenologi. Hæst tala lækningageislana er 1918, enda hafði talsvert
safnast fyrir af sjúklingum, meðan lokað var siðustu 4 mánuði ársins
á undan. Ennfremur varð þess vart stríðsgróðaárin, að sjúklingar ættu
hægra með að verja betri tíma til að leita sér lækninga en ella. Radíum-
lækningar hófust 1919 og drógust þá nokkrir sjúklingar frá röntgenlækn-
ingunum. Eptir því sem vélarnar hafa gerst öflugri, hefir á síðari árum
stefnan verið í þá átt við flesta sjúkdóma, að nota færri en miklu sterkari
geislanir en kostur var áður; þess vegna hefir geislunum fækkað, þótt
sjúklingunum hafi fjölgað. Nærri þvi allir sjúklingar, sem R.stofunnar
leita, koma fyrir tilvísun annara lækna. Þegar tekið er tillit til þeirra trufl-
ana, seni orðið hafa á rekstrinum, má heita að sjúklingafjöldinn hafi
farið árlega vaxandi.
Gunnlaugur Claessen.
Harðneskjukonur
eftir Skúla V. Guðjónsson stud. med.
Stud. med. Skúli V. Guðjónsson hefir sent Lbl. 2 sögur. Er það eftir
tilmælum prófessors Guðm. Hannessonar. Er nú fyrri sagan birt í þessu
blaði. Geta svona sögur lýst mjög vel ýmsu einkennilegu rneðal alþýðu
og kjörum hennar.
I.
Eg var vikar fyrir héraðslækni nokkra hríð. — Eitt sinn sem oftar
kom maður að sækja mig. Kvað hann gamla konu á næsta bæ við sig
hafa dottið á stein og líklega lærbrotnað. Bjó eg mig hið skjótasta og
lagði af stað. Eftir hér um bil 3 stunda harða reið komum við á bæinn.
Var það reisulega bygður bær. Baðstofan var björt og rúmgóð. Hátt
var upp í súðina og strompur stóð upp úr mæni. Rúmin stóðu út við vegg-
ina. Brekán lágu breidd yfir. Konur sátu við tóskap en karlar tveir unnu
úr hrosshári. Annar þeirra fléttaði reiptagl. Vafði hann því um bita jafn-
óðum og lengdist. Hann tók bakföll þcgar hann herti að þáttunum, og
dró ekki af sér þegar eg horfði á hann. Hlýtt var í baðstofunni. Olíu-
lampi með stórum skerrni brann í rniðri stofu. í einu horninu lá gamla
konan í rúmi sínu. Hún var um nírætt og gerði öll fjósaverkin, og þa'ð
sást á höndunum, rokknum og bandhnyklunum við rúmið hennar, að ekki
hafði hún setið þar auðum höndum. Eins og vant var hafði hún borið
heymeisana frá heygarðinum til fjóssins, en skrikaði fótur og féll á stein-