Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1924, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.03.1924, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 4t sjúkdómadeild Ríkisspítalans, sem próf. Rasch er yfirlæknir vi'fi. Skóla- eftirlit kynti eg mér allmikiö, skoöaöi skóla og var viö skólaeftirlit hjá Dr. Poul Hertz, sem er yfirumsjónarmaður skólaeftirlitsins í Khöfn og manna mest hefir átt þátt í aö korna því á þar. Loks fékk eg leyfi hjá formanni heilbrigðisráösins, Dr. Tryde, til aö taka þátt í „Forísættelses- kursus for Embedslæger“, sem haldiö var 12.—24. nóv. incl., og var þar mikinn fróðleik að fá um ýmislegt sem snertir starf embættislækna, auð- vitaö fyrst og fremst danskra, en flest þó svo að mutatis mutandis gat þaö alstaöar átt við. í Danmörku og víst flestum siöuðum löndum, nema íslandi, er læknis- fræöisprófiö ekki einhlýtt til aö geta orðið embættislæknir, heldur verða þeir, sem til embætta hugsa, aö taka sérstakt embættispróf í viöbót, til aö sýna, að þeir kunni grein á því, hvaöa störf embættislæknar hafa á hendi og hverjar eru skyldur þeirra og réttindi. Svipaöa fræöslu væri alveg nauösynlegt aö læknar fengju hér, og allri heilbrigöislöggjöf, með tilheyrandi reglugeröum, „instruxum" o. s. frv., þyrfti aö safna, svo aö hægt væri að ganga aö öllu slíku á einum staö. Nú er það svo, að hend- ing ræöur að meira eöa minna leyti hvort viö héraöslæknarnir sjáum nokkurn tíma eða aldrei þau lög og reglur, sem viö eigum að lifa eftir; aö minsta kosti kynnast fæstir neinu slíku fyr en eftir að þeir eru komn- ir í emþætti. En þetta var útúrdúr; ef til vill segi eg nánar frá þessu embættislækna- námsskeiði í annað sinn, hér hefi eg að eins ætlað mér aö drepa stutt- lega á sumt af því, sem eg sá og heyrði á spítölunum viövíkjandi rann- sókn og meðferð á sjúklingum. Fyrsti læknir danskur sem eg heimsótti þegar til Khafnar kom, var Dr. Bing, yfirlæknir við innvortis-sjúkdóma- deild Kommunespitalans, og fór eg í því að ráöum v.inar míns og kollega Gunnl. Claessens. Bing er meseta ljúfmenni og leiðbeindi mér í hvívetna, og hann kom mér á framfæri bæði við Dr. Hertz og heilbrigðisráðið. Á spítaladeild hans er, auk algengrar kliniskrar rannsóknar, jafnan mæld- ur blóðþrýstingur sjúklinganna og blóö tekiö til að gera Wassermanns- reaction og rannsaka blóðsykursinnihald. Margt var þar af diabetes- sjúklingum, og var aðalmeöferöin diæt, en þeir einir, sem þyngst voru haldnir eða höföu stööugt, og þrátt fyrir stranga diæt, of mikinn sykur í blóöi — á þaö var öll áherslan lögö, en ekki á þvagsykurinn, sem of-t samsvarar ekki blóðsykrinum — fengu insulin, sem ekki læknar sjálfan sjúkdóminn, en er, eins og thyreoidin, að eins specifict symptomaticum, ef svo má að oröi kveöa. — Viö cystitis- og pyelitis-sjúklinga, sem lika var all- margt af, er Bing nú að reyna coli-vaccine, en mjög taldi hann vafa- saman árangur. — Viö pleuritis notar B. mikiö saltlausan diet og chlor- calcium í stórskömtum, ca. 15 gröm á dag, og lét vel af. Ca Cl^ hugsa eg að sé enn þá minna notað en vert er; þaö er meðal annars oft ágætt viö asthma, hefir t. d. hjálpað sjálfum mér betur og fljótar en alt annað, sem eg hefi reynt. — Viö chlorose og anæmi er nú, eins og kunnugt er, farið að brúka miklu stærri járnskamta en áður tíðkaðist. Bing brúkar helst ferrum reductum, 50—75 cgr. þrisvar á dag, segir að það.þolist vel, og, þótt undarlegt sé, valdi síður hægðatregðu en smærri skamtar. Við anæmia perniciosa hefir B. stundum reynt lac coctum, 5—'io ccm. subcutant, og segir hafa gefist vonum betur, og líka við hægfara en

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.