Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ
179
samkv. „kongelig Bevilling". Svo er í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Eyr-
arbakka og SauSárkróki. Með því er læknastéttin beitt mesta misrétti, því
bún er skyldug til að reka lyfjaverslun á þeim stööum, þar sem það svar-
ar ekki kostnaði vegna fámennis, en svift réttinum til þess, þar sem svo
margment er, að læknirinn gæti haft aukatekjur af þvj.
En svo kemur einnig annað til greina. Á flestum stöðum þar sem sér-
stök lyfjabuð er, eru héruðin of stór eða of mannmörg fyrir einn lækni, en
heldur lítil til þess að tveir læknar hafi þar nóg að gera við læknisstörf
einvörðungu. Það gefur að skilja, að það er mikið heppilegra fyrir fólk-
ið, að hafa tvo lækna, heldur en einn lækni og einn lyfsala, auk þess sem
það stendur nær stétt lækna og þjóðinni í heild sinni, að greiða fyrir því,
a.ð þeir læknar, sem útskrifast af Háskólanum hér, geti sem flestir fengið
atvinnu innanlands heldur en að fjölga lítt þörfurn lyfsölum, flytja jafn-
vel inn í landið erlenda lyfjafræðinga og veita þeim einokunarréttindi.
Nú mun einhver svara, að sérstakar lyfjabúöir veiti betri tryggingu
fyrir réttri afgreiðslu lyfja heldur en ef læknarnir hafa hana sjálfir með
höndum. Svo er auðvitað, ef lyfjabúðirnar fullnægja þeim kröfum, sem
til þeirra verður að gera, sem sé að útlærður lyfjafræðingur afgreiði alla
lyfseðla. Svo er ekki, að minsta kosti í sumum hinna minni lyfjabúða,
heldur er notað til þess ólært fólk, sem ekki hefir tekið neitt það próf, er
gefi tryggingu fyrir þvi, að það sé fært að rækja þetta starf. Með þvt
er fyrirgert öllum sanngirnisrétti til einokunar.
Eg þykist nú hafa fært sönnur á, að einokunarfyrirkomulagið á smærri
lyfjabúðunum úti urn laridið er ó þ a r f t, pro prirno af því að læknar
eru það margir og það víða, að þeir anna lyfjaafgreiðslunni, pro secundo
af því, að samgöngur hafa batnað, svo að engin nauðsyn er á lyfjaheild-
verslun nema á einum eða tveimur stöðum á landinu og pro tertio af
því, að lyfjasamsetning og afgreiðsla er yfirleitt einfaldari en áður. Það
er ennfremur r a n g 1 á 11, af því að læknastéttin er tneð því beitt mis-.
rétti, og það er að síðustu skaðsjamlegt fyrir þjóðina, af þvi að
það getur orðið til þess að færri læknar geti haft atvinnu á sumum stöð-
um heldur en nauðsyn almennings krefur.
Niðurstaðan verður því sú, að eg leyfi mér að skora á heilbrigðisstjórn-
ina og stjórn Læknafélags Islands, að leggja fyrir næsta alþing f r u m-
v a rp t i 1 1 a g a u m a f n á m e { n o k u n a r r é 11 i n d a |1 y |F j a-
búðanna, nerna ef vera skyldi í Reykjavik og ef til vill á Akureyri,
end séu þær lyfjabúðir skyldar til að hafa nægar heildsölubirgðir handa
læknum hvenær sem er. Að minsta kosti séu einokunarréttindin tak-
mörkuð þannig, að hver læknir utan þessara staða fái viðurkendan rétt
til að hafa lyfjasölu handa sjúklingum sínum, með öðrum orðum að
afgreiða lyfseðla sína sjálfur. þótt hann fengi ekki að reka opinbera
handkaupaverslun, þar sem sérstakur lyfsali er fyrir. Slíkt „dispensary"
hafa flestir sveitalæknar, til dæmis á Englandi.
Aleð þessu eru lyfjabúðirnar ekki skornar niður. Þær geta starfað
afram, haft opinbera handkaupaverslun og afgreitt lyfseðla þeirra lækna,
sem kæra sig um að nota þær. en það gera þeir vitanlega ])ví að eisns,
að þeir séu ánægðir með þær í alla staði.