Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 14
i8S LÆKNABLAÐIÐ Um 2. gr. MeS lögum nr. 24, 1915, 1. gr., var ákveöiö aö löggilda til iækninga rauövín, malaga, sherry, portvin og cognac. Þetta ákvæöi var svo tekiö upp í 2. gr. laga nr. 91 1917. í samræmi viö tillögu Læknaþingsins legg eg nú til, aö þessum áfengu drykkjum veröi aftur kipt burtu úr lyfjaskrá landsins. Lsöknar landsins heimtuöu þá löggilta sem lyf 1915 gegn mótmælum landlæknis. Nú heimta þeir þá burtu aftur (áskorun Læknaþingsins). Aö lokum skal eg víkja aö því, aö læknar þurfa oft aö halda á ómeng- uöu áfengi til ýmsra verklegra starfa í sinni grein. Verða þeir þess vegna — þar sem þeir hafa ekki sjálfir lyfjasölu — aö geta fengiö áfengisliækur samkvæmt 4. gr. í reglugerö nr. 66, 7. ág. 1922. Þá er og augljóst. að nái þetta frumvarp fram að ganga, veröur aö breyta reglugerö nr. 67. 7. ág. 1922 um sölu áfengis til lækninga. Landlæknirinn. F r é 11 i r. Banamein próf. Guöm. Magnússonar var paralysis cordis subitanea, vegna sclerosis i art. coronariae, er kom i ljós viö krufningu, geröa sam- kvæmt ósk hins látna. Guðm. Thoroddsen hefir veriö settur prófessor chirurgiae, en gegnir jafnframt docentsembættinu viö læknadeildina. Sig. Magnússon, fyrv. héraðslæknir, er nú sestur aö á Seyðisfiröi. og ætlar aö stunda þar tannlækningar framvegis. Jón Kristjánsson, læknir, er nýkominn úr utanför sinni. Diathermi-áhöld keypti Jón læknir Kristjánsson i utanför sinni, fyrir læknadeild ’Hláskólans. Er i ráöi, aö þau veröi starfrækt á lækningastofu Jóns þangaö til Landsspítalinn tekur til starfa, hvenær sem þaö veröur. Tímaritaherbergi, sérstakt, hefir veriö útbúiö á Landsbókasafninu, sam- kvæmt ósk Læknafélags Reykjavikur, og er þaö eingöngu ætlaö vísinda- legum tímaritum. BlóÖsykur má nú ákveöa á Rannsóknarstofu Háskólans. Er meö rann- sókn þessari unt að fá vissu um, hvort glycosuri orsakist ■ af diabetes mellitus eöa eigi. Sullavarnir. Reglugerðir til ]iess að báuna hundahald hafa kauptúnin Akranes og Hvammstangi samþvkt og sent Stjórnarráöinu til staðfest- ingar. Bannlagabrot. Læknarnir Maggi Magnús og Ólafur Gunnarsson hafa fengið 300 og 200 kr. sekt fyrir ólöglega áfengislyfseöla. Borgað Lbl.: Torfi Bjarnason, stud. med. '24, Ríkaröur Kristmundsson, stud. med. '24, Guðm. T. Hallgrímsson '24, Magnús Ágústsson, stud. med. '24, Gunnl. Einars- son '24, ÞórSur Sveinsson '24, Árni Pjetursson '22—'24. FJELAGSPRENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.