Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 6
i8o LÆKNABLAÐIÐ + Magnús Sæbjörnsson, fyrv. liéraðslæknir í Flatey, andaðist [). 22. nóvember á heimili sínu í Flatey. Hafði legiö rúmfastur nokkurn tíma undanfarið. Magnús heitinn var fæddur y. des. 1871 á Hraínkelsstööum i Fljótsdal. Stúdentspróf tók hann 30. júní 1892 (94 st.) og embættispróf í læknisfræði við háskólann í Khöfn í júní 1903 (149J4 st.). 11. sept. 1903 var hann skipaður læknir í Flateyjarhéraði og gegndi því embætti til þess honum var veitt lausn 23. júlí 1923 vegna heilsubrests. Hann kvongaðist 15. okt. 1900 danskri konu Anne Frederikke Nielsen, en misti hana fyrir fám árum. Fratnan af námsárum sinum naut Magnús hins besta álits. Hann var mjög góður námsmaöur, bóklmeigöur og margfróður, glaöur og skemti- legur í umgengni, en skrítilega sérvitur með köflum, reglumaður hinn rnesti og íþrófctamaður enda karhnenni. Allir kunningjar hans hafa eflaust haldiö, aö hann yröi ötull læknir og dugnaðarmaöur, er hann kæmi út í lífiö. Það virtist mér, að hann tæki nokkurri breytingu síöustu árin, sem hann dvaldi í Höfn. Hið sérkennilega í lundarfari hans, sem lítið gætti áður, var nú oröiö meira áberandi, og lengst af voru héraösbúar hans misjafn- lega ánægðir með hann sem lækni. Gamlir kunningjar Magnúsar áttu erfitt með að trúa þvi, að orsökin væri önnur en langdvalarinnar í örlitlu, af- skektu héraði. Þaö kom þó í ljós fyrir hér um bil 2 árum, að Magnús heit- inn var mjög farinn heilsu. hafði fengið epileptiform köst, hálfgerða afasi og andlegan sljóleik. Er ekki ólíklegt.að kvilli þessi hafi lengi búið í honum og byrjað, ef til vill, á námsárunum. Hann hefir nú leitt hann til bana.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.