Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 27

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 21 gerir normal niÖurstaÖa af efnaskiftarannsókn myxödem mjög ósennilegt. Vanti indikan í þvag, 48 klst. eftir sjúkdómsbyrjun, þá er diagnosis ilenz ósennileg, o. s. frv. Pathologiskar breytingar geta útilokaÖ að um suma sjúkdóma sé að ræða, eða gert það mjög ósennilegt. T. d. hækkaður blóðþrýstingur gerir diagnosis nephrosis ósennilega, en bendir aftur á móti á nephritis, ef einn- ig er um önnur nýrnaeinkenni að ræða, sem geta verið sameiginleg fyrir nephrosis & nephritis. Tb. i sputum getur ekki stafað frá mesenterial tu- berkulosis, heldur bendir ótvírætt á phthisis pulm. Loks kemur fyrir, að niðurstaða sérrannsókna sé þýðingarlaus fyrir diag- nosis ákveðin sjúkdóms, komi þeim sjúkdómi ekki við, sem rannsóknin er gerð vegna. T. d. gæti við rtg.mynd af fract. claviculæ komið í ljós einhverjar breytingar í apex. pulrn., sem í sjálfu sér væru því algerlega óviðkomandi, hvort sjúklingurinn hefði fract. clavic. eða ekki. Það má þvi flokka diagnostista þýðingu einkenna eða sérrannsókna á eftirfarandi hátt: 1) Það, sem í ljós kemur við rannsókn, getur lítilokað, að um þcnnan eða hinn sjúkdóminn sé að ræða. 2) Það, sem i ljós kemur við rannsókn, getur gert óscnnilegt, að um þennan eða hinn sjúkdóminn sé að ræða. 3) Það, sem í ljós kemur við rannsóknina, getur verið þýðingarlaust fyrir diagnosis. 4) Það, sem í ljós kemur við rannsóknina, getur vcrið þannig, að það ekki tali á móti því að diagosis sé þessi eða hin. 5) Það, sem í ljós kemur við rannsókn, getur vcrið þannig, að það styðji að um þennan eða hinn sjúkdóminn sé að ræða. 6) Það, sem í ljós kemur við rannsókn, getur verið þannig, að það geri sennilegt, að um þennan eða hinn sjúkdóminn sé að ræða. 7) Það, sem í ljós kemur við rannsókn, getur vcrið þannig, að það sanni, að um þennan eða hinn sjúkdóminn sé að ræða. Það mun vafalaust öllum læknum holt, að gera sér jafnan grein fyrir því, undir hvern þessara flokka þau sjúkdómseinkenni heyra, er þeir finna. Og einkurn að hafa það i huga, er þeir láta framkvæma fyrirhafnarmiklar og kostnaðarsamar sérrannsóknir. H. T. Oluf Thomscn: Antigens in tlie Light of Recent Rcsearch. Levin & Munksgaard, Kaupmannahöfn 1931. 187 s. Höf. er prófessor í alm. pathologi við Kaupmannahafnarháskóla, afkasta- mikill, varkár og mjög vel ritfær vísindamaður. Bókin gefur yfirlit yfir rannsóknir viðvíkjandi antigenum frá því um seinustu aldamót og eink- um seinustu árin, ýms efni með antigen eiginleikum, ýms læknisfræðileg fyrirbrigði i ljósi nýjustu rannsókna á antigenum, syfilitiskum breyting- um í blóði, anafylaxi, idiosynkrasi, infektiös og bakteriel allergi, einkum tuberkulin-ofnæmi. Má af bókinni ljóst verða, að nokkur þekking á þess- um atriðum hinnar ahnennu sjúkdómsfræði, hefir ekki aðeins þýðingu fyrir þá lækna, sem einkum fást við iminunologi, heldur einnig þá, sem fyrst og fremst eru almennir læknar, og síðan alla aðra, er við læknisstarf- semi fást. H. T.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.