Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1931, Síða 31

Læknablaðið - 01.01.1931, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 25 Diagnosis amoris. Persneski læknirinn Avicenna (um 1000) komst þannig eftir nafni manna, sem sjúkl. var ástfanginn af: Hann hélt um æ8 sjúkl. og nefndi síðan allskonar manna- e'ða kvennanöfn. Þegar rétta nafniö var nefnt, breyttist æÖarslagiS, varÖ óreglulegt eða slag mistist úr. Á sama hátt mátti finna héraÖ eSa landshluta, ])ar sem persónan átti heima. „Eg hefi sjálfur reynt þetta og haft gagn af því“, segir A. Læknafundur. „Den XV. nordiske kongress for innvortes medisin" verÖur í Osló 29. juní—1. júlí 1931. MóttökuhátíÖin þ. 28. júni aÖ kvöldi. Forseti er pró- fessor dr. med. Olav Hansen. Fyrirlestrar mega vera alt aÖ 15 mínútur; tilkynnist aÖalritaranum í siÖasta lagi 1. maí 1931, og afhendist honum þegar í staÖ, eftir a'Ö fyrir- lesturinn hefir verið haldinn. Þátttaka tilkynnist aðalritaranum, dr. Carl Miiller, Kr. Augustsgt. 23, Oslo, fyrir 1. maí 1931. Frakknesku alþýðutryggingalögin ákveða, að sjúklingar horgi lækni sínum alla læknishjálp. 15% af henni eiga þeir að greiða sjálfir, en hitt endurborgar sjúkrasjóÖur. Þessi ákvæði eiga að hindra, aÖ læknar gefi óhæfilega háa reikninga og að sjúkl. leiti lækna að ástæðulitlu. — I Þýskalandi eru nú sjúkl. látnir greiða 50 pf. sjálfir, er þeir leita læknis. Úr læknaheiminum vestan hafs. IV. C. Rappleyc hélt nýlega fyrirlestur í American Medical Association um „Problems of medical education". Fins og kunnugt er, streyma lækn- arnir vestra úr sveitunum í borgirnar og horfir því sumstaðar til vand- ræða fyrir strjálhygðari landshlutana, vegna læknaleysis. Fyrirlesarinn taldi eitt mesta vandamálið vera það, að siá öllum landslýð nokkurn veginn jafnt fyrir góðri læknishjálp með aðgengilegu verði. Talið er, að Ameríku- menn greiði að jafnaði 3% af árstekjum sínum til lækninga. Af því fá læknarnir 25% og jafnmikið fer til sjúkrahúsa, hjúkrunarkvenna og tann- lækna, ennfremur ganga 25% til lvfja og fer mestur hluti ])ess kostnaðar í patent-lyf. Meira en þrefalda þessa upphæð greiðir ameríska þjóðin ár- lega fyrir bíla, tóhak, sætindi, snyrtingarlyf, skrautgripi og skemtanir. Tóbakið eitt kostar rúmlega tvöfalda þá upphæð*), sem allir læknarnir vinna sér inn, og sætindin meira en öll sjúkrahúsin. Almenningur kaupir auðvitað það, sem mest er gvlt fyrir honum, enda gjalda verksmiðju- eigendur fyrir auglýsingar hér um hil helming á við það, sem öll læknis- hjálp samanlögð kostar. Ræðumaðurinn kvartaði undan þvi, hve óheppi- legt það væri, að fólk gengi beint til sérfræðinganna, án þess að spyrja húslækni sinn fyrst, og gengi svo stundum frá einum sérfræðingi til ann- ars, sem yrði til þess að læknishjálpin yrði miklu dýrari en hún þyrfti * Til samanburðar má geta þess, að hér á íslandi kostar tóbakið rúmlega 3Jd sinn- um þá upphæð sem allir læknar landsins vinna sér inn samtals. Mun þó tóbaks- nautn miklu meiri og almennari vestra en hér. — N. D.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.