Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 35

Læknablaðið - 01.01.1931, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 29 5. — Formenn læknaráðs héraÖanna eiga sæti í landsráði lœkna. Það hefir heimilisfang í Briissel. Það kýs sér forseta og varaforseta. 8. og 9. — Akvæöi um starfssvið læknaráða héraðanna og landsráðsins. JTafa þau dómsvald í öllum brotum gegn codex ethicus og allri framkomu lækna og skottulækna við almenning, — að fráskildum fjármálum. 10. — Ráðin hafa vald til þess að gefa læknum áminningu, fyrirskijja hversu þeir skuli haga sér og ávíta þá, ef þörf gerist. Landsráðið hefir vald til þess að svifta lækni lækningaleyfi í eitt ár og jafnvel að fullu og öllu, ef miklar sakir eru. 11. — Hegningar þær, sem taldar eru í 10 gr., má ekki leggja á lækni, nema honum hafi verið gefið tækifæri til þess að verja mál sitt, og mæti hann ekki í fyrsta sinn, skal honum gefinn 15 daga frestur. Veita má hon- um 15 daga frest, til þess að semja málsvörn, og heimilt skal honum að njóta aðstoðar ráðunauts. 13. — Afrýja má áminningum og öðrum hegningarákvæðum, ef gert er innan 8 d. Landsráðið dæmir um ávítur, „Court of Appeal“ um sviftingu á læknisleyfi. Þetta eru þá meginatriðin. Heilbrigðisstjórn Belga hefir óskað þess, að koma á fót föstu eftirliti með læknum (o. fl.), en sér, sem rétt er, að það er ekki á annara færi en lækna. Eins og hér er búið um hnútana, má gera ráð fyrir því, að eftirlitið verði bæði gott og réttlátt, því Belgir hafa mörgum góðum og reyndum mönnum á aö skipa. Þessi hugsunarháttur er svo gagnólíkur því, sem hér gerist hjá heil- brigðisstjórninni, að öll ástæða er til þess að veita honum eftirtekt. (J. Am. med. Ass. Oct. 4. '30). G. H. P. S. Til fróðleiks má geta þess, að drotning Belga er læknir. Yafningarnir við alþýðutryggingarnar. Englendingar hafa nú gert sér það ljóst, að læknar geta ekki reist rönd við allskonar misbrúkun á tryggingarlögunum. Þeir hafa því skipað eftir- litslækna utn land alt. Hefir það reynst svo, að 2/ af sumum tegundum styrkþega eiga engan styrk skilið! (J. Am. med. Ass. Oct. 10. '30). 1 Stethoscopia milli heimsálfa var reynd nýlega (milli Buenos Aires og Madrid), bæði með talsíma og þráðlaust. Sjúkl. var í Buenos Aires, en Madridarlæknar heyrðu bæði hjartahljóö og öndun og ákváðu sjúkdóminn hárrétt. — Þetta hefði ein- hvera tíma þótt lýginni líkast. (J. Am. med. Ass. Oct. 25. '30). Skipulag á læknakenslu í Iíína. Kínverjar eru teknir aö aðhyllast nútíma læknavísindi, og leita á síðari árum frekar þeirra lækna, sem hlotið hafa mentun sína í erlendum há- skólum, heldur en heimalærðu skottulæknanna. íhúar landsins eru um 400 miljónir, en lærðir læknar aðeins um 4 þúsund. Svo má heita, að allir vís- indalega mentaðir læknar hafi lært í Evrópu eða Ameriku. Nú vill stjórnin í Kína koma á fót heima fyrir læknakenslu með Ev- rópusniði, og hefir farið þess á leit við Alþjóðabandalagið, að þeim yrði vísað á ráðunaut í þessum efnum. Á hann að leiðbeina nefnd, er kínverska stjórnin hefir skipað, til þess að gera tillögur um læknamentunina. Alþjóða-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.