Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1931, Page 37

Læknablaðið - 01.01.1931, Page 37
LÆKN ABLAÐIÐ 3i Maðkar og sár. í ófriðnum mikla kom þa'ð ekki sjaldan fyrir, aÖ viur eða flugnamaðk- ar, fundust í sárum. Þótt undarlegt væri, hreinsuðust slik sár fljótt, og var haldið, að maðkarnir eyddu dauðum vef og jafnvel sýklum. Leiddi þetta til þess, að læknar hafa með vilja sett víur í óhrein sár (án þess að láta sjúkl. vita af því), og þótt gefast vel. — Um þetta má segja, að flest er reynt. (Lancet, Dec. 13. '30). Ónæmi gegn barnaveiki. Þó mikið hafi verið látið af anatoxini Ramons, telja sumir „Diptherie- Schutzsalbe nach Prof. Löwenstein“ (Serum-Laboratorium Ruete-Enoch Hamburg 39) betra og hættuminna. Húðin er þvegin og hreinsuð með æther. Síðan er 1 ccm. af smyrslinu núið vandlega með fingurgómi inn í hörundið. Eftir 1 mánuð er 2 ccm. núið inn á sama hátt, og eftir 3 mán. 3 ccm. Ónæmi er fengið að mestu eftir 45 d., en mest er það eftir 4—6 mán. — Aðferðin er einföld og hættulaus og hefir reynst ýmsum vel. Væri sjálfsagt að reyna hana, ef barnaveiki færi að ganga. En þá þarí að taka þetta ráð i tíma. — (D. med. W. 8. ág. '30). G. IJ. F r é 11 i r. Landlæknir hefir legið rúmfastur síðan um nýársleytið. Jón Hj. Sigurðs- son, yfirlæknir, gegnir nokkrum af störfum landlæknis fyrir hann. Héraðslæknisembættið í Rvík. Jón Hj. Sigurðsson, yfirlæknir, hefir sagt af sér héraðslæknisembættinu í Reykjavík, með þeim fyrirvara, að hann verði ráðinn yfirlæknir við Landsspítalann. Hefir bæjarlæknirinn, Magnús Pctursson, verið settur héraðslæknir. Yfirlæknar Landspítalans buðu læknum í Reykjavik að skoða Land- spítalann um miðjan janúar. Skömmu seinna var blaðamönnum og ýms- um öðrum bæjarmönnum boðið að skoða spítalann. Dr. Skúli V. Guðjónsson, í Kaupmannahöfn, hefir nýlega tekið danskt embættispróf i læknisfræði. Hann veitir m. a. forstöðu efnarannsóknastofu Otto Mönsteds smjörlikisgerðarinnar og hefir undanfarið unnið að því að útbúa smjörlíki þannig, að í því sé jafn mikið A-vitmin og í smjöri. Hefir verksmiðjan nýlega látið skrásetja vörumerkið „Vitoma“ á sliku smjörlíki. Docent N. P. Dungal fór utan um mánaðamótin jan.—febr., og verður erlendis fram undir haust. Hann er á vegum Rockefeller Foundation í París, ferðast um Evrópu, til þess að kynnast ýmsum path.-anat. stofnunum. í fjarveru hans hefir form. L. R. skipað IJannes Guðmundsson til þess að gegna ritstjórnarstörfum við Læknablaðið. Halldór Kristjánsson, læknir í Khöfn, varði doktorsrit sitt 5. febr. s.l. Hlaut hann, að því er blaðafregnir herma, mikið lof fyrir það hjá oppo- nentunum, sem voru próf. Kjœrgaard og próf. Thomsen, og ex auditorio próf. Chr. Gram. Árbók Læknafélags íslands, 1. árg. er komin út, og hefir verið send

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.