Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 7 Virtist præses á þennan hátt mega útiloka aÖ þessi orsök eÖa hin væri völd aÖ meltingartrufluninni eÖa almennu einkennunum. Á bak við hina afar tiÖu og þrálátu meltingarkvilla fanst honum hljóta að liggja einhver tíÖ og þrálát orsök, er sjálf gæti valdið mörgum einkenn- um í senn, en þó ekki altaf þeim sömu. Með timanum sannfærðist hann um, að ef um nokkura slíka orsök væri að ræða, væri berklaveikin í hennar væg- ustu og leyndustu mynd líklegasta orsökin, því að hana fann hann nær ávalt, ef ekki í anamnesis, þá við endurteknar skoðanir, ef ekki í ár, þá að ári eða jafnvel — eftir ítrekaðar skoðanir — mörgum árurn seinna. Þá tók til máls fyrri andmælandi, próf. Jón Hj. Sigurðsson. Hann lofaði áhuga, dugnað og þrautseigju höfundarins og byrjaði þvi næst að lýsa rit- inu, bæði frágangi þess og efni. Kvað hann bókina alt of þunga aflestrar og leiðinlega, þetta væri eiginlega ekki disputatsia, heldur handbók í saman- burði berklaveikinnar og meltingartruflana. Aðalatriðið væri hinar sjálf- stæðu rannsóknir höfundarins. Fann að aðíerð þeirri, sem höfð hafði verið til að afla sér upplýsinga hjá sjúklingunum, nl. með því að láta þá sjálfa fylla út prentað eyðublað með spurningum. Sjúkrasögurnar yrðu þess vegna einkennilega líkar. Rannsóknirnar væru allar eins, og næðu þó yfir 10—12 ára bil. Þær ættu að vera fjöllireyttari og nákvæmari eftir að höf. hefði tek- ið fyrir að rannsaka þetta spursmál visindalega. Rannsóknir á tannsjúkdómum vantaði. Röntgenmyndun og hlustun sjúkl. bæri yfirleitt illa saman. Tuberculin-rannsóknir höf. hefðu litla þýðingu þar sem þær væru gerðar seint á mörgum sjúklingunum. Ennfremur vantaði ítarlegri lilóðrannsóknir, sem geta haft prognostiska þýðingu. Niðurstaða höf. væri að meltingartruflanir þessara sjúklinga stafi aðal- lega af þrýstingi eitla og brjósthimnabólgu á sympathicus eða vagus, eða af toxiskum áhrifum á þessar taugar. Allar rannsóknir um ástand vegetativa kerfisins vantar. Magarannsóknir höf. væru góðar, en þurft hefði hann að endurrannsaka magastarfsemi sjúklinganna, helst jafnrækilega og brjóst sjúklinganna, er rannsakað hefði verið hvað eftir annað. Nokkur ruglingur virtist vera á því hvað höf. teldi vissa og hvað óvissa berklaveiki, og töflurnar IV—-VII þess vegna óvissar og villandi, enda all- ar tölurnar svo lágar, að ógerningur virtist að draga nokkrar verulegar ályktanir af þeim. Próf. J. Hj. S. kvaðst þess þó fullviss, að allur þorri þessara sjúklinga hefði verið eða væri berklaveikur, og ályktar það aðallega af heilsufari þeirra fyrir og eftir operation. En ef svo er, verður að hugsa sér samband á milli sjúkdómanna, og eru að minsta kosti 3 leiðir hugsanlegar. Gat um þessa möguleika, og einkum allítarlega um hvort gastritis chronica geti ekki verið um að ræða hjá mörgum þessara sjúklinga, einkum þeim sem oft hafa kast- að upp blóði, án ]>ess að sár fyndist við uppskurð. Próf. J. Hj. S. benti læknum á þá hættu, sem hlýst af að leggja of mikla áherslu á brjósteinkenni sjúklinga með meltingartruflanir og diagnostisera léttúðlega pseudoulcus, sem orðið gæti til þess að mönnum sæist yfir byrj- andi krabbamein ef öll objektiv einkenni eru ekki notuð. Endaði með að æskja frekari rannsókna á þessu efni. Þakkaði præses góða samvinnu og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. Præses svaraði próf. J. Hj. S. allitarlega og gerði grein fyrir aðstöðu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.