Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 7
19. árg.
Reykjavík, jan.—febr. 1933.
1.—2. tbl.
Komplikationir og kontraindikationir við salvarsan.
Eftir Hannes Guðmundsson.
Vegna þess, aÖ á siÖastliÖnu ári hefir veriÖ meira um syfilis hér í Reykja-
vík en dæmi hafa verið til áður, að minsta kosti um margra ára skeið,
virðist vel til fallið, að fara nokkrum orðum um notkun þess lyfs, sem
nú er langsamlega mest notað til að lækna þennan sjúkdóm með, salvar-
sanið, og þá sérstaklega þœr hœttur, sem það getur liaft í f 'ór með sér, og
hvað hægt sé að gera til að varast þær.
Salvarsan er, eins og kunnugt er, mjög flókið arsensamband. Þess vegna
svipar verkunum þess til hinna almennu arsen-verkana, og sömuleiðis eru
eitranir þessara skyldu lyfja í stórum dráttum nokkuð likar.
Aðalmunurinn á eiturverkunum arsens og salvarsans virðist liggja að
miklu leyti í því, að lyfin eru gefin á tvennan ólikan hátt: annað per os
eða subcutant, hitt nú orðið nálega eingöngu intravenöst, og ennfremur
í því, að þegar rætt er um salvarsaneitranir, þá er einkum átt við hin sér-
stöku áhrif lyfsins á syfilitiska foci viðsvegar í líkamanum.
Aukaverkunum af salvarsani má skifta í 2 flokka:
1. ) þær, sem koma fram á meðan verið er að dæla lyfinu inn, eða
rétt á eftir, og
2. ) þær, sem koma fyrst fram fleiri eða færri dögum siðar.
Eg sleppi hér að geta nánar um þau staðbundnu áhrif, sem salvarsan hefir
í för með sér, sé því viljandi eða óviljandi dælt undir húð eða inn í hold,
en þar veldur það, svo sem kunnugt er, heiftugum, afarsárum infiltrötum,
sem geta orðið að abscessum eða stórum nekrosum. —
Algengustu einkenni, sem komið geta um það leyti, sem lyfinu er dælt
inn, eru uppköst, þau koma stundum fyrir á meðan verið er að dæla lyf-
inu inn, en oftast rétt á eftir. Þessi uppköst má venjulega koma i veg
fyrir, með þvi að láta sjúklinginn ekki neyta neinnar fæðu í 4 klst. áð-
ur en hann fær sprautuna, og er þeirri reglu fylgt í flestum sjúkrahúsum. —
Alloft koma fram hin svokölluðu vasomotorisku einkenni: mikil hlóð-
sókn að höfðinu, sjúklingurinn verður cyanotiskur í framan, getur feng-
ið ödematösa andlitsbólgu, sem þó venjulega hverfur fljótt aftur. Stund-
um fylgir þessu svimi, dyspnoe, tachykardi og verkur í lijartastað.
Ef þessara einkenna gætir á meðan dælingin stendur yfir, verða menn
að stöðva hana í bili, án þess þó að draga nálina út, og þegar sjúkling-
urinn hefir jafnað sig, dælir maður síðan mjög hægt inn því, sem eftir er.
Ef læknirinn hefir séð sjúklinginn fá þessi angioneurotisku einkenni, þá