Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 18
12
LÆKNABLAÐIÐ:
Havre streymdi gas út eftir að rotturnar höfðu nagað í sundur blýpípu, og
í öðru húsi eyðilögðu þær skólppípu úr blýi, svo að flóð varð í húsinu. Hættu-
legast er þó þegar þær komast í blýlagið, sm notað er til að einangra raf-
leiðslur, svo að skammhleyping hlýtst af, sem getur þá valdið ikveikju.
Rúm tuttugu ár eru siðan komið var upp i Havre sérstöku liði til að út-
rýma rottum. Það hefir neytt allra ráða sem menn þekkja, og drepið ógrynn-
in öll af rottum. En þrátt fyrir allar aðgerðir virðist rottunum frekar fjölga
en fækka.
Dr. Loir athugar nú hvernig á þessu standi, þrátt fyrir alt sem gert hefir
verið. Hann segir, að þegar mikið sé drepið af rottum á einum stað og þær
fari að verða varar við hættuna, þá flýi þær og setjist að á öðrum stað, þar
sem þær finna nau'ðsynlega næringu, en eftir nokkrar vikur fari nokkrar
af þeim aftur að leita til hinna fyrri átthaga. Árangurinn af öllu saman
verður ekki annar en sá, að útbreiðsla rottanna hefir aukist. Því meiri nær-
ingu sem þær finna, þvi betur tímgast þær.
En með því að drepa rotturnar með einu eða öðru móti, þá komum við
öðru til leiðar:
Dr. Loir hefir látið setja upp gildrur í einum bæjarhluta í Havre, þar
sem mikið var um rottur, og skoðaði 145 rottur sem veiddust. Af þeim
reyndust að eins 9 kvendýr, en hitt alt karlar. Það eru þá karldýrin sem
eru veidd og drepin. Þau eru forvitin og æfintýrafíkin, en kvendýrin halda
sig hjá ungunum.
En þeir sem ala upp nautgripi og sauðfé i Ástralíu í stórum hjörðum,
gelda 97% af karldýrunum til þess að kvendýrin hafi frið fyrir körlunum,
því þannig verður tímgunin meiri heldur en þegar þau verða fyrir stöðugri
áleitni.
Með því að eyða svo að segja eingöngu karldýrunum gefum við rottu-
kyninu betri skilyrði til að tímgast.
Eftir þessu verður því að skifta algerlega um bardagaaðferð i viðureign-
inni við rotturnar. Við eigum ekki að gera tilraun til að drepa þær, heldur
gera þeim ómögulegt að lifa og tímgast.
I Havre hefir tekist að fækka rottunum til muna, þannig að þær sjást
ekki lengur á götunum að næturlagi eins og áður. Þetta þakkar dr. Loir
hreinlæti, sem upp hefir verið tekið í bænum, án þess að það væri gert í
því skyni að útrýma rottunum. Lokuðum járnkössum hefir verið komið upp
víðsvegar á götum borginnar og ákveðnum mönnum falið að safna saman
ruslinu, sem safnast yfir daginn á götunum og dregur meira en nokkuð ann-
að rotturnar að sér á næturnar.
Þetta bendir á hvert stefna beri í viðureigninni við rotturnar. Til þess
að unt sé að vinna á móti rottunum þarf að ala fólkið upp, kenna þvi að
venja sig á að fleygja engu rusli úr húsunum nema í lokuð járnilát, sem
rottur komast ekki í. Og vitanlega gæta þess, að öll matvæli sé geymd í
blikk-kössum vel lokuðum, svo að rottur nái ekki til þeirra. Ávaxtahýði og
hverskyns leifar verka á rotturnar eins og mykja á mý. Ennfremur má
minnast þess, að rotturnar þurfa vatn til að svala þorsta sínum. I skóla-
garði nokkrum, sem var skamt frá kornhlöðu, flyktust rotturnar að til að
drekka drykkjarvatnið sem leitt var þangað, en eítir að gengið var svo vel
frá vatninu, að ekkert var af því að hafa fyrir rotturnar, hurfu þær úr