Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 17 Gjaldskráin. Eins og vera ber hefir landlæknir haft allmikinn undirbúning undir samn- ingu þessarar nýju gjaldskrár, og var þá fyrst sent uppkast af henni án allra talna til héraÖslækna og Læknafél. íslands. Skyldu þeir síÖan gera tillögur um gjaldhæðina. Alt leit nú þetta vel út, en þó fylgdu þau vandkvæði með, að skipulag eða niðurröðun skrárinnar var fáránlega ruglingslegt og óhent- ugt: Fáir gjaldaflokkar og stórlega misjöfn verk í hverjum, sem öll áttu að metast jafnt. Það var sjálfsögð skylda allra læknanna að svara fyrirspurnum landlækn- is, en að eins 24 svör komu frá 49 héraðslæknum. Ekki er þetta eins og vera ber. Hvernig voru svo svör læknanna? Meðaltal þeirra má sjá á eftirfarandi yfirliti: Héraðsl. Lf. fsl. Gjaldskrá Osló Þjóðv. Mk I. A. ViÖtal án rannsóknar 1.00 1.00 1.00 2.00 2.00 B. — með einfaldri rannsókn .. 2.00 2.001) 2.00 4.00 2.00 C. — — fyrirh.meiri rannsókn 4.20 500 300 7.00 7.00 D. — — meiri háttar rannsókn 9.20 10.00 6.00 16.00 15.00 E. — — enn meiri h. rannsókn 29.00 30.00 30.00 52.00 JI. A. Smæstu aðgerðir 3-37 3.00 2.00 7.00 5.60 B. Minni háttar aðgerðir 10.83 S.oo2) 4.00 2-30.00 17.24 C. Meiri háttar aðgerðir 28.59 25.003) 20.00 51.00 3900 D. Miklar aðgerðir 68.86 80-100.00* ) 60.00 176.00 82.00 E. Mestu aðgerðir 100.00 150-200.00 80.00 1) 3 fyrstu sinnin. 2) Réttara myndi 10 kr. 3) Mjög lágt áætlaS. 4) Öllu réttara væri 100 kr. Yfirlit þetta sýnir: 1) Meðaltal af svörum 24 héraðsl. 2) Tillögur Lf. ísl.„ sem að áliti stjórnarinnar voru mjög vægilegar. 3) Ákvæði gjald- skrárinnar. 4) Meðaltal af gjaldskrá lækna í Oslófylki fyrir sjúkrasjóði ftrygg borgun). 5) Meðaltal af minsta gjaldi þýska læknafélagsins, en það gjald má hœkka tífalt eftir efnahag o. fl. Upphæðirnar eru taldar í Rmk , sem nú gilda um 1.60 kr. — Samanburður þessi er þó ekki ná- kvæmur, vegna þess, að Oslóargjaklskráin telur ekki allt, sem gjaldskrá vor telur. Miklu ætti þó þetta ekki að muna. Sé nú litið á 4 fyrstu liðina af I. og II., eru hlutfallstölurnar þessar: I. Gjaldskrá 100, héraðsl. 136, Lf. ísl. 150, Osló 243, Þjóðv. 347 kr. II. Gjaldskrá 100, héraðsl. 162, Lf. Isl. 170, Osló 336, Þjóðv. 267 kr. Af samanburði þessum má sjá, að það er tilhæfulaust, að héraðslæknar hafi fallist á taxta lándlæknis. Hann er langt fyrir neðan tillögur héraðsl. og I.f. ísl. Annað er og eftirtektarvert, að íslenska gjaldskráin er fyllilega tvöfalt til þrefalt lægri en útlendu gjaldskrárnar, þó miðað sé við lœgstu ta.vta. I raun og veru er mismunurinn miklu meiri. Héraðslæknar í Nor- egi eru miklu hærra launaðir en hér. Það yrði of langt mál í þetta sinn að fara út í einstök atriði, en trúað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.