Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
iS
1. Frmnvarp til laga um varnir gegn því, að nœmir sjúkdómar berist
til Islands. — Helstu breytingar frá eldri löggjöf eru þessar: Skarlatssótt
og mislingar eru nú ekki lengur taldar meÖ „erlendum sóttum“. Heimilað
er að eyða eða gera skaðlaus dýr, sem í skipum kunna að vera og breytt
geta út sjúkdóma. Sóttgæzlumaður (sem í kaupstöðum er bæjarfógeti, —
tollstjóri i Reykjavík, — annarsstaðar sýslumaður) eða umboðsmaður hans
skal hafa á hendi sóttgæzlueftirlitið, og einungis kalla lækninn, ef alvar-
legur, næmur sjúkdómur er í skipinu eða hefir verið á brottfararstað þess,
eða ef vottorð það, er skipstjóri gefur, er tortryggilegt. Sé læknir kallað-
ur, fær hann greitt jafnhátt gjald og sóttvarnareftirlitið er, ennfremur fyrir
ferðina eða ferðirnar út í skipið samkvæmt gjaldskrá héraðslækna, flutn-
ingskostnað og dagpeninga (20 kr. á dag), verði hann sóttkvíaður. Komi
það í ljós við læknisskoðun, að um erlenda sótt sé að ræða, þá skal, ef
unt er, vísa skipinu til Reykjavíkur (sóttvarnarhúsið þar). Fyrir þetta sótt-
varnareftirlit sóttgæslumanns greiða skipin hálft gjald við það, sem nú
er, og rennur það fé í sóttvarnarsjóð. I sóttvarnarsjóð renna einnig sektir
fyrir brot á lögum þessum, og eru þær töluvert hækkaðar frá því, sem nú
er, sömuleiðis ágóði af sölu farangurs, sem ekki hefir þurft að lóga, en
fluttur hefir verið inn gegn banni i lögum þessum. Úr sóttvarnarsjóði skal
greiða viðhaldskostnað á sóttvarnarhúsinu í Reykjavik, sömuleiðis allan
legukostnað sjúklinganna, útfararkostnað framliðinna o. s. frv.
Einnig er loftförum komið undir ákvæði þessara laga.
2. Frumvarp til laga um varnir gegn útbreiðslu nœmra sjúkdóma,
Þessar eru helstu breytingar: Tekið er skýrt fram, að héraðslæknar skuli
framkvæma sóttvarnarráðstafanir í samráði við landlækni. Mislingum og
skarlatssótt er slept úr þeim ílokki sjúkdóma, sem fyrirskipað er að ætið
skuli beita opinberum ráðstöfunum gegn, en bætt inn í blóðkreppusótt.
I flokk þeirra sjúkdóma, sem ráðherra getur látið beita opinberum vörn-
um við, er auk mislinga og skarlatssóttar bætt við heilasótt og mænusótt.
Um smitbera næinra sjúkdóma gilda tilsvarandi ákvæði og um sjúkling-
ana. Sömuleiðis eiga þeir að fá sjúkrahússvist, læknisrannsókn og hjálp, sér
að kostnaðarlausu, ennfremur að verja megi nokkurri upphæð úr ríkis-
sjóði þeiin til styrktar, gegn því að þeiin sé ráðstafað svo, að sýkingar-
hætta stafi ekki af þeim. Einstök bygðarlög hafa heimild til að afkvía sig,
ef faraldrar ganga, en viðkomandi bygðarlag verður að standast allan kostn-
að þeirra ráðstafana. Héraðslæknum er í sjálfsvald sett, hvort þeir hafa
einn sérstakan sótthreinsunarmann fyrir héraðið eða fleiri.
3 Frumvarp til Ijósmæðralaga.
Breytingar frá eldri lögum eru þessar: Lögin eiga að ná jafnt yfir prakti-
serandi ljósmæður sem skipaðar (sbr. lög um réttindi og skyldur lækna).
Allar þær, er lokið hafa námi í ljósmæðraskóla Islands hafa rétt til að
kalla sig ljósmæður. I kaupstaðarumdæmi má ekki skipa ljósmóður, hafi
hún ekki, auk tilskilins námstíma, verið að minsta kosti eitt ár aðstoðar-
ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans, eða notið tilsvarandi framhalds-
mentunar. Heimilt er skipaðri ljósmóður að gegna nágrannaumdæmi um
stundarsakir, og ber henni fyrir það hálf byrjunarlaun þess umdæmis. Heim-
ilað er, að reisa nokkrar skorður við því, að umdæmi verði ofsett ljós-
mæðrum, þannig að skipaðri ljósmóður verði þar ekki lift. Gegningarskyld-
an nær til allra starfandi ljósmæðra.