Læknablaðið - 01.01.1933, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
23
ritgerð ICaisers hefir frainkallað töluverðar umræður um málið, með ádeil-
um á ritgerð hans, og hefir hann í svari sínu játað, að árangurinn af ton-
sillectomi til að koma í veg fyrir rheumatiska infektion, hafi orðið sér
vonbrigði.
Wilkinson og Ogilvie hafa (Lancet 1928) gert tilraun til að fylgjast
með börnum til að komast að, hver væri hinn endanlegi árangur af ton-
sillectomi hjá börnum, sem tekin höfðu verið í spítala með febris rheuma-
tica acuta. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að minna sé um hjartabilanir
hjá þeim börnum, sem eitlarnir eru teknir úr. Niðurstöður þeirra eru samt
bygðar á lágum tölum, og hefir m. a. ritstjórn Lancet’s dregið gildi þeirra
nokkuð í efa. (Að mestu eftir J. F. C. Haslam: Recent Advances in pre-
ventive Medecine. London. Churchill 1930). N. D.
Krystalliserað virus.
I Journ. of Am. ined. Ass. 20. ág. er frá þeim undrum sagt, að fundist
hafi krystalliserað ultravirus, sem veldur smitandi sjúkdómi á tóbaksjurtum
(Mosaic disease of tobacco). Stærð virus þessa hafði áður verið ákveðin
og var áþekk hæmoglobin molekúls. Svipaða stærð halda rnenn og að bac-
teriofag og ýms ferment hafi. Það er dr. Wilson og aðrir starfsmenn við
Plant Research Inst., New York, sem hefir tekist að þrauthreinsa þetta
virus og krystallisera það. Eftir þessu ætti það að vera einskonar ferment.
Það ætti þá liklega að vera hugsanlegt að mislingar, bólusótt og fleiri
ultravirussjúkd. stafi af slíkum kynjafermentum. Læknar mega vera við
flestu búnir á þessum dögum. G. H.
Chinin gegn inflúensu.
Próf. Spitta í Berlín birtir grein í D. m. W. 20./1. '33, þar sem hann
skýrir frá því, að hann hafi, vegna óvenjulegs næmleika fyrir inflúensu,
tekið upp á þvi fyrir 15 árum siðan, að taka daglega inn chinin, aðeins 50
mg. á dag, reglulega á hverjum morgni og tvöfaldað skamtinn, þegar skæðir
inflúensufaraldrar hafi gengið. Síðan kveðst hann aldrei hafa fengið in-
flúensu, hvorki 1918 né inflúensuveturinn 1928—'29. Segist hann hafa
sömu reynslu frá heimilisfólki sinu og öðrum, sem farið hafi eftir ráði
sínu. Einfalt ráð og ódýrt að prófa það, og nægt tækifæri nú, þegar inflú-
ensan er á leiðinni yfir landið.
Próf. Múhlens í Hamborg lætur mjög vel af að gefa chinin therapeutiskt
gegn inflúensu. Notar Solvochin, Transpulmin eða Chinin-Urethan og
dælir inn í vöðva 0,5 g. af chinin x einhverju af þessum meðulum. Segist
hafa séð bráðan bata hjá þeim 10 sjúklingum, sem hann hafi reynt þetta á.
N. D.
Fleming Möller & Skúli V. Guðjónsson: Fluorosis osseum et ligamentorum.
(U. f. L. 5./1. ’33).
Höfundarnir hafa rannsakað 78 starfsmenn í kryolít-verksmiðju, senx
hefir haldist illa á fólki, vegna ójxæginda og óhollustu, sem starfinu hefir
fylgt. Helmingurinn hafði silicosis, fæst þó á háu stigi. Við röntgenskoð-
un fxmdust ennfremur einkennilega þéttir skugga á beinum og liðböndum,
aðallega í hryggjarliðum og grind. Sjúkl. fengu bráðan magasjúkd., sem
lýsti sér með velgju, lystarleysi og uppköstum. Kryólít er, eins og það kem-