Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1933, Page 21

Læknablaðið - 01.11.1933, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 147 er að segja um andardráttinn. Þessu getur farið fram lengur eða skem- ur, frá nokkrum dögum og upp i marga mánuði og jafnvel ár og er eins og sumir sjúklingar geti aldrei losnað við beriberi, þó að hann komist aldrei á verra stig en það, sem nú var lýst og þó sjúkl. geri alt sem hann getur til þess að fá fullan liata. Þetta er staðreynd og gott að gæta þess þegar ahugað er orsakasamband sjúkdómsins við B. vítamin. Langflestum batnar þó á nokkrum vikum. Og þó er þess að gæta, að sjúkl. getur þegar minst varir fengið banvænar hjartacomplicationir og þess vegna get eg ekki séð, að rétt sé að kalla þessa tegund sjúkdóms- ins ófullkomna eða rudimentæra, eins og sumir gjöra, því það er ómögu- legt að segja um það fyrir fram hvernig sjúkdómurinn muni fara. — Þessi tegund af beriberi er algengust og því næst Beriberi hydropica. Oft sér læknir ekki sjúklinginn.fyr en öll einkenni hafa svo að segja náð hámarki sínu og þó sjúkd. hafi byrjað eins og sagt er að ofan, sem vel getur verið, þá hefir alt gengið með svo miklum liraða, að sjúkl. svo að segja vissi ekki fyr en hann var orðinn ósjálf- bjarga. Sjúkl. eru oftast einkennilegir i framan, andlitið ákaflega breitt um miðjuna, eins og þeir hafi hettusótt, og í rauninni hafa þeir parotitis beggja megin. í fljótu bragði ber hér mest á bjúgnum, hann er mestur í ristum, leggjum og lærum, þar næst i handleggjum og getur verið um mestan hluta likamans, þó er scrotum og penis að jafnaði bjúglaust. Þá kemur vatn í serösum holrúmum og ber þar mest á hydropericard og yfirleitt er hjartað ver leikið en við Ijeriberi simplex. Þó sjúkl. liggi kyr, er hjartsláttur og andardráttur oft erfiður. Hjartað víkkað til hægri og öll merki til mitralinsufficiens. Hjartahljóð annars eins og við beriberi simplex. Þvag mjög litið. Patellarreflexa vantar. Anaesthesiur og eymsli á leggjum og ef til vill víðar, t. d. fingurgómum, svo sjúkl. getur ekki hnept hnapp. Sjúkl. á mjög erfitt með að ganga eða getur það als ekki bæði vegna niæði og máttleysis og vegna þess að bjúgurinn gerir allar fótahreyfingar mjög erfiðar. Enginn hiti. Matarlyst góð, en-sjúkl. kveink- ar sér við að borða vegna þess að það eykur þyngslin fyrir hjartanu. Þetta getur alt haldist óbreytt svo vikum skiftir og getur hjartalömun gert enda á lífi sjúkl. nær sem er. Oftar batnar honum þó, þá minkar íyrst bjúgurinn, þvagið eykst og smátt og smátt nær hjartað sér aftur. Þegar bjúgurinn hverfur, kemur i ljós vöðvarýrnun og tilfinningartruflan- ir, sem haldast lengi, mánuðum saman. Síðast kemur patellarreflexinn. Beriberi atrophica, eða paralytica. Eins og tekið er fram að ofan, er bjúgur eitt af helstu einkennum beriberi, en þó er sú tegund sem nú skal lýst, frábrugöin hinum að því leyti, að þar eru engin ödem, eða mjög lítil. Aftur á móti er paralysis miklu illkynjaðri en við hinar tegundirnar. En málið vandast þó fyrst til muna, þegar að hjartanu kemur, ])ví þar er svo mikið ósamræmi á milli hinna frægustu höfunda, að furðu gegnir. Ýmsir halda því fram að við beriberi atrophica beri að jafnaði mjög lítið á hjartatruflunum og að hinir mörgu, sem sjúkdómurinn verður að aldur- tila deyi ekki af hjartabilun, heldur af almennri paralysis, þar á meðal lömun á andardráttarvöðvum (þindinni o. fl.) (Scheube, Kiwiet de Jonge, Ruge). Aðrir segja þar á rnóti að hjarað sé hér engu 1)etur útleik- iö en við annan beriberi og að sjúklingarnir deyi víst af hjartabilun.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.