Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1933, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.11.1933, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 151 ekki, að kálfavöövarnir geti stundum veriS nógu athletiskir ásýndum; en þaS er aS sýnast en ekki aS vera; rýrnunin er einmitt mest í kálfunum og öSrum vöSvum fyrir neSan hné og minkar eftir því sem ofar dregur og þaS jafnt, hvort þeir eru pseudohypertrophiskir í byrjun. eSa ekki. því þegar bjúgurinn hverfur, eru vöSvarnir orSnir eins og tuskur, alveg eins og viS beriberi atrophica. Liðamót, einkum hné og öll liSamót þar fyrir neSan verSa oft undar- lega slöpp og slapandi. ÞaS er eins og öll liSamót verSi altof löng og liSirnir vilji gliSna i sundur. Fætu.rnir fletjast út, þegar sjúkl. stígur i þá. Hnén vilja beygjast aftur á bak. Þetta stafar líklega bæSi af því, aS vöSvatónus linast og aS fita eySist innan úr liSholunum (a. m. k. hnéliS). Meðvi'tundrleysi, óráS, truflanir á skilningarvitum og ])ess háttar hafa ekki mikiS aS þýSa. Sjúkl. missir venjulega aldrei meSvitund, fyr en þá rétt undir andlátiS. Hjarta og blóðrás. Hjartsláttur er höfuSeinkenni á beriljeri. I byrjun- inni, á meSan sjúkd. er á léttu stigi finnur sjúkl. ef til vill ekki til nokk- urra óþæginda annara en hjartsláttar, þegar hann reynir á sig. Ef sjúkd. ágerist, yfirgefur hjartslátturinn og ])au óþægindi, sem honum fylgja, sjúklinginn ekki og er þaS hiS erfiSasta, sem á hann er lagt. Ef insuffi- cientia cordis kemur til, eru andþrengslin samfara. Algengt er aS sjúkl. kvarti um þenslu og slátt í epigastríi, sömul. verkjum yfir hjartanu og um alt brjóstiS og í samræmi viS þaS er ictus cordis miklu meiri um sig en eSlilegt er; oft slær alt præcordiiS, og meira að segja: stundum leikur háls, brjóst og abdómen ofan aS nafla alt á reiSiskjálfi af hjarta- og æðaslögum, en radialpúlsinn er þó lítill og linur. Hjartavikkun hægra megin er föst regla aS heita má og þaS mjög snemma. Ef niikiS kveSur aS henni, kemur relativ tricuspidal-insufficiens. Lengi streitist hjartaS viS aS vinna verk sitt og hypertrophierast þá. AnnaS púlmonalhlióS er mjög oft sterkara en hiS fyrra og dikrót. Miklu sjaldnar vikkar hjartaS vinstra megin. Oft era óhrein hljóS yfir öllum ostium, þó einkanlega pulmonalis. Klíniskt séð er engu likara en hér séu lokuskemdir á ferSinni og einkan- lega á mitrallokum; en endocarditis kemur ])ó ekki til greina. En alveg sérkennilegt fyrir beriberihjartað, og það mjög snemma i sjúkd., þykir mér að millibilin á milli hjartahljóðanna eru mjög oft alveg jöfn og hjarta- hljóðin bæði. fyrsta og annað, alveg eins að s'tyrkleika, lengd og öllum blæ, svo að það getur verið alveg ómögulegt að ákveða með eyranu einu hvort þeirra er hið fyrra hljóðið og hvort annað. Maður verður að þreifa fyrir sér með fingrunum til þess að fá vissu sína um það. Þetta reyndist mér mjög algengt viS allar tegundir af beriberi, en einkanlega beriberi atrophica. Patrick Manson segir aS hljóSin séu: ,,like the beats of a well- hung pendulum clock, evenly spaced, and not, as they are in health, separated l)y a long and a short interval, like the beats of a badly hung clock “. — Þetta er auSvitað alls ekkert sine qua non. en mjög myndi þetta einkenni styrkja mig í trúnni á beriberi, hvar í heim sem væri, ])ar sem nokkrar líkur væru fyrir því aS beriberi gæti veriS á ferSinni. Þar sem eg hefi nefnt tikk-takk rhythmus hér aS framan, er átt viS þetta. Púlsinn er snemma tiSari en venjulega, 80—100 slög á mínútu er

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.