Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 30
LÆICNABLAÐIÐ 156 scrotum, genit. ext. og fjölda smærri aögeröa á neðri extr., jafnvel vi5 smærri beinbrot. 1898 fann ameriskur neuropatholog, L. Corning, a5 liægt var a5 fram- kalla analgesi (Leitungsanásthesie) á dýrum, me5 því að lumbálpunktera a. m. Quincke og sprauta kokainupplausn inn í cavum subarachnoidale. Litlu síöar reyndi Bier aðferöina á sjálfum sér og Hildebrandt aöstoöar- manni sínum. Hann fékk anæsthesi og alt virtist ganga vel, en kokainið reyndist of eitrað og hætturnar því of miklar, þær voru helst blóðþrýst- ingsfall og lamanir á centra í medulla obl., þ. e. respirationsstöðvun og kollaps o. fl. Þrátt fyrir tilraunir með ný og minna eitruö kokaiuderivöt, reyndist aðferðin of hættuleg, og flestir hættu við hana. Það var einkum blóðþrýstingsfallið, sem talið er stafa af intradural löm- un á æðakonstriktorunum, og þarmeð fylgjandi kollaps, sem var það sker, sem flestir strönduöu á. Babcock líkti sjúkl. við konstriktoralaus dýr, sem deyja ef þau eru hengd upp með höfuð hangandi niður. Þess- vegna verður að leggja sjúkl. þannig að blóðið renni óhindrað til hjarta og heila, þ. e. í léttri (15—20°) Trendelenburgslegu. Fjöldi lyfja, bæði hjarta- og neurotonica voru árangurslaust reynd. En það sem hefir gert spinalan. nothæfa er Ephedrin, sem Chen hafði fundið 1923, og 1927 stungu Ockerblad og Dillon upp á að nota það sem profylaktikum við blóðþrýstingsfallinu. Þetta efni verkar nefnilega perifert, á endagreinar konstriktoranna eða beint á finu sléttu vöðvana í æðaveggjunum. Þess besta verkun á aö fást við subcut. inj. i dos: 10 ctgr. (2 cm3 af 5% upplausn) 15—20 mín. fyrir aðgerðina. Þó getur verið varhugavert að gefa hypertonici nema y2 þann dosis, eða ékki fyr en blóðþr. er farinn að falla, þ. e. á meðan á aðgeröinni stendur. Aðferðirnar við spinalan. eru niargar og mismunandi, en þær byggj- ast flestar á hugmyndum, sem menn gera sér um deyfingu og örlög deyfi- lyfsins í cavum suljarachnoidale, sem stendur í beinu sambandi við cis- terna cerebellomedullaris og beilahólfin. Flestir telja aö deyfingin bygg- ist á þunga deyfilyfsins í hlutfalli við eðlisþunga liq. spin., og svo á diffusion, sem ætíð á sér stað milli tveggja saltupplausna, sem látnar eru i sama ílát. Hér má og geta um þá skoðun sumra (A. Als-Nielsen & Christen- sen) að kokain derivöt (Tropococain) séu neurotrop, þ. e. hafi sérstakt affinitet til taugavefsins, það hverfur nefnilega úr liquor eftir fáeinar mínútur. Pech og Dehnas fundu að diffusion gekk miklu hægar í vökva með miklum þrýstingi. Þetta nota menn sér alt eftir því hvort menn óska að anæstheticum breiðist yfir stærra (hærra) svæði, eða að það haldi sér sem best aðskilið frá lumbalvökvanum. Þannig tæma sumir (A. Als- Nielsen & L. Christensen) nokkura ccm út af liquor, og lækka þannig þrýstinginn í canalis spin. Aðrir (N. Backer-Gröndahl) tæma ekkert út. Ritgerðir um spinalan. eru heil legio og aðferðirnar ekki síður, hér skal því farið fljótt yfir sögu og aðeins gerð grein fyrir tveimur, sem báðar byggja á kenningunni um mismunandi eðlisþunga í hlutfalli við liquor cerebrospinalis, sem talinn er 1,005—1,007.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.