Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 36
LÆKNABLAÐIÐ 162 í ætt við þann krankleika geri vart vig sig hjá okkur stundum á sumrin, þegar viS — bundnir sem belja á bás — sjáum, skínandi bifreiöar sumar- gestanna — starfsfólks hins opinbera og einkafyrirtækja — bruna fram hjá okkúr í löngum röSum, þarna eru prestar, sýslumenn og* ótal tegundir af forstjórum og fullmektugum, verslunarfólk og verkamenn, alt útbúi'ö meö veiöistengur og vasapela, tjöld og alskonar tæki, sólin skín svo á altsaman, og þaö er nú gott og blessaö, en stundum er einsog geislarnir sem gægjast inn um gluggann til okkar um leiö, segi eitthvaö á þá leiö aö það væri leiðinlegt aö viö gætum ekki einhverntíma veriö meö. Þetta er líklega hálfgeröur skáldskapur, en í alvöru talaö held eg aö yfirmenn okkar séu búnir aö fá snert af samviskubiti af þessu og vilji gjarnan eins og aörir góöir húsbændur, láta okkur létta okkur ögn upp á surnrin og safna kröftum og hugrekki til áframhaldandi stríðs viö sjúkdóma og dauða, ræö eg jretta meöal annar af því, aö í uppkasti til erindisbréfa liéraöslækna stendur aö þeir eigi heimtingu á alt aö mánaðarfríi árlega, en þar er bara sá hængur á, að þeir eigi sjálfir aö kosta þjónustuna heima- fyrir á meðan, sem sagt, sviftast kaupi þennan mánuö. Því víöasti hvar er mjög bagalegt fyrir héraðsbúa aö þurfa að sækja til nágrannalæknis, ef um lengri tíma er aö ræöa, vanalega er töluvert þéttbýli þar sem lækn- ir er búsettur og niargt getur komið fyrir hvern sólarhringinn, sem óþægilegt væri og kostnaðarsamt aö fara með í næsta læknishérað. Sums- staöar hagar svo til aö praktiserandi læknir er viö hlið héraöslæknis, mundi hann þá, að öllu sjálfráöu, gegna fyrir héraðslækni gegn sama greiða og má því máske draga þau héruö frá, virðast mér þá vera eftir 36—39 héruö. Einn umferöalæknir yrði víst aö duga fyrst um sinn, gætu þá 12 læknar fengið hálfsmánaöarfrí aö sumrinu til og máske einhverjir vildu fá frí sitt að vetri til, gætu þá heimsótt vini og vandamenn í kaup- stööunum og spilað viö þá í skamdeginu, lausir við allar áhyggjur, sumt af tímanum vildu þeir ef til vill vera heima og læra ýmsan nýjan fróðleik af hinum margvísa aökomumanni. Til aö draga sem mest úr kostnaöi við þetta — því kreppa mun vera hjá ríkissjóði — sem víðar, mætti niáske áskilja vikarnum frítt fæöi og uppihald hjá lækninum og flutning til næsta héraðslæknis, væru það þá aðeins laun vikarsins, sem ríkissjóður vrði að greiða. Eitthvaö þyrfti að gera í þessu máli áður en langt um líður. I. G. Berklavarnir. Þrátt fyrir ströng berklavarnalög og ærinn kostnað, fækkar berklasjúk- dómstilfellum vist litiÖ enn. Vonandi fer nú bráðum að sjást árangur. En er nú alt gert, sem hægt er aö gera? Nágrannaþjóöir okkar, t. d. Danir, lieyja miklu viðtækari baráttu gegn berklaveikinni en viö, enda skilst mér, aÖ þar sé farið aS vinnast mikiS á. Margt af þeim ráöstöfunum gæt- um viS sjálfsagt tekiS til fyrirmyndar, og þyrfti aS fara aÖ athuga þaS mál. — En, meÖal annara orÖa, var ekki meiningin aS sérfræ'Singur, — nokkurs- konar berklavarnastjóri, — yr'Si settur af stokkunum, til eftirlits meÖ sýk- inni út um land. Er ekki sjálfsagt aÖ senda nú duglegan sérfræ'Öing, t. d. Helga Ingvarsson, strax í vor af staÖ, og láta hann ferÖast um landiÖ í nokkur missiri. Eins og nú er hátta'Ö tíÖarfari i seinni tíÖ, er bílfært um mörg héruÖ landsins næstum því allan ársins hring. Hann yrði aÖ

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.