Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1933, Page 37

Læknablaðið - 01.11.1933, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 163 hafa meS sér í bílnum öll nauSsynlegustu áhöld, stansa nokkra daga eöa vikur í hverju héraði, athuga, með aðstoð héraðslæknis, alt grunsamlegt, gefa leiðbeiningar, ráðleggingar og fyrirskipanir í héraði, en skýrslur með tillögum til stjórnarvalda. Mér virðist, að kostnaðarhliðin þyrfti ekki að vera ægileg, en gagnið hlyti að verða mikið. Vill ekki Læknafélag íslands greiða eitthvað fyrir þessu máli? I. G. Frá nýja spitalanum á Kleppi. (Yfirlæknir. Helgi Tómasson, dr. med.). Blóöflokkar geðveikra á íslandi. Eftir Jóhann Þorkelsson • og Dan. A. Daníelsson. (Erindi flutt í L. R. 10. jan. 1934). Meðal ýmissa rannsókna, sem gerðar hafa verið viðvíkjandi blóðflokk- um manna eða rannsóknir á sambandinu milli ákveðinna sjúkdóma og ákveðins hlóðflokks. Rannsóknir þessar hafa ckki sýnt neitt slíkt samband yfirleitt. Aðeins örfáir þeirra manna, er við rannsóknir þessar hafa feng- ist, eru á þeirri skoðun, að AB-flokks menn hafi, að öðru jöfnu, minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum en annara flokka menn hafa. Þá hefir það einnig verið rannsakað, hvort menn í ákveðnum blóð- flokki sýktust öðrum fremur af ákveðnum sjúkdómum, eins og t. d. berkl- um og krabbameini. Geðveikir menn, og j)á einkum Schizophrensjúkling- ar, hafa verið blóðflokkaðir í mörgum löndum, og hefir l)lóðflokkun þeirra yfirleitt reynst svipuð og heilhrigðra manna. Hér á landi eru hlutföll hlóðflokkanna, samkv. rannsóknum prót'. Dung- als, mikið fráhrugðin því, sem er í öðrum löndum Evrópu. Gat það því verið fróðlegt að sjá, hvort blóðflokkar geðveikra hér svöruðu til hlóð- flokka heilbrigðra, eða ef til vill væru svipaðir og hlóðflokkar geðveikra í öðrum löndum. — I samhandi við rannsóknir, sem gerðar voru á sjúklingunum á Nýja Kleppi, fól hælislæknirinn, Dr. med. Helgi Tómasson, kandidatinum Jó- hanni Þorkelssyni, í desember síðastl., að hlóðflokka sjúklinga spítalans, og athuga síðan: 1) hvort blóðflokkun sjúklinganna væri svipuð og heilhrigðra manna hér á landi, samkvæmt rannsóknum próf. Dungals, sem er: O-fl. A-fl. B-fl. AB-fl. 56,2% 30,2% 9,2% 4.0^0 2) hvort blóðflokkun sjúklinganna virtist standa í nokkru ákveðnu sam- bandi við geðsjúkdóma þeirra.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.