Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1933, Síða 46

Læknablaðið - 01.11.1933, Síða 46
172 LÆKNABLAÐIÐ Fr éttir. Jónas Sveinsson læknir er sestur aS sem praktiserandi læknir í Reykja- vík, en hefir fengi'5 lausn frá héraöslæknisembættinu á Blönduósi frá I. mars 1933 aö telja. Fátækralæknir í Reykjavík. Stjórn L. R. samdist svo til viö borgar- stjóra, aö laun tveggja ’fátækralækna bæjarins yrðu framvegis 1800 kr. á ári. Skulu læknarnir fyrir þa5 kaup gegna þurfalingum þeim, sem cru á fátækraframfæri Reykjavíkur. Aftur á móti skal greitt sérstak- lega, skv. héraöslæknataxta, fyrir læknishjálp, sem þeir kunna aö veita utanbæjarþurfalingum. Sú fátækralæknisstaöan, sem próf. Jón Hj. Sig- urðsson áöur gengdi hefir verið auglýst laus, og hafa þessir sótt um hana: Ámi Pétursson, Bergsveinn Ólafsson, Bragi Ólafsson, Daníel Fjeld- sted, Halldór Stefánsson, Jón Kristjánsson, Jón Norland, frú Kristín Ólafsdóttir, Sveinn Gunnarsson. — Bæjarstjórnin veitir stöðuna. Lögreglu- og íþróttalæknir veröur ráðinn í Reykjavík á árinu 1934. Veitt bæjarstjórn til þess 3600 krónur á fjárhagsáætlun ársins. Óráöið mun enn þá að mestu hvernig starfssvið hans verður. Aðstoðarlæknar Landspítalans hafa verið ráðnir: Á röntgendeildinni: Gísli Fr. Petersen, á handlækningadeildinni: Guðmundur Karl Pétursson, á lyflækningadeildinni: Sigurður Sigurðsson. Lárus Einarsson hefir tekið viö kenslu, í fysiologi og histologi við Há- skólann í haust. Rannróknartækjum þeim, sem Rockefeller Foundation gaf, til þess að hann gæti haldið áfram rannsóknum sínurn, hefir verið kom- ið fyrir í Nýja spítalanum á Kleppi, og gegnir L. E. jafnframt að- stoðarlæknisstörfum þar. Júlíus Sigurjónsson er kominn heim frá London og orðinn aðstoðar- læknir á Rannsóknarstofu Háskólans. Prófessor Niels Dungal fer utan, aðallega til Þýskalands, í lok jan- úarmánaðar og mun dvelja utanlands fram á vor við rannsóknir á orma- veiki o. fl. í Danmörku losna 1. apríl, annað á Bispebjærgspítala (Kbh.), hitt í A’ejle. Umsóknir sendist Læknafél. Isl. eða undirrituðum fyrir 20. febrúar, og sé tekið fram á hvorum staðnum umsækjandi kýs helst að vera. Guðm. Hannesson. Innheimtu og afgreiðslu Lbl. annast Rannsóknastofa Háskólans, Rvik. Félagsprentsmiðjan.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.