Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1935, Side 7

Læknablaðið - 01.06.1935, Side 7
LÆKNAB LAÐIÐ 21 isins, og það meira að segja aðili, sem lítur á þetta santband þeirra algerlega verslunaraugum, sem sé þeim, hve lítið þarf hver einstak- ur sjúklingnr eða umsækjandi um inntöku i samlagið á lækni, lyfjum, sjúkrahúsi etc. að halda, og hvað er unt að fá lækn- irinn til þess að láta honum lækn- ishjálp ódýrt í té. Þessi aðilji verslar m. ö. o. með vinnu lækn- isins og hefir sama markmið og öll verslun, að græða á því, sem verslað er með (til þess svo að mega sín meir á eftir). Það er auðvitað, að frá beggja ísjónarmiði séð, (bæði læknis og sjúklings eða untsækjanda) er þessi milliliður óheppilegur og hefur reynst óþarfur frá upphafi sögu læknisfræðinnar fram undir árið 1900 e. Kr. Það mun ekki vitað annað en að yfirleitt hafi sjúklingum og læknum jafnan tek- ást að koma sér saman milliliða- laust, því aðal codex ethicus allra lækna hefur haldist óbreyttur um allar aldir frá dögum Hippokrat- esar til þessa dags. Eftir að sjúkrasamlögin urðu til og stjórnmálamenn fóru að spekú- lera í meðlimum þeirra sér til framfæris, hefir sambandið á milli sjúklings og læknis breyst. Hinir óhlutvöndu meðal stjórnmála- mannanna hafa reynt að smeygja inn tortryggni og sumpart hatrihjá (sjúklingunum) samlagsmeðlim- unum (og almenningi) gagnvart læknununt, sem fólkið þó verður fyrr eða síðar að eiga líf sitt und- ir að meira eða rninna leyti. Fólk verður því miður oft ekki vart við hvaða skaða þessir pólitísku eitur- byjrlarar gera, fyrr en á þeirri örlagastundu, sent það verður að gefa sig lækni á vald. Og þegar röðin kemur að þeim sjálfum, þessunt mönnum, sent sifelt eru að rægja læknastéttina, þá fá lækn- amir fyrst að sjá hinar sönnu rag- geitur og lítilménni. Það er ein- kennileg tilfinning og ógeðfeld læknunum.sent fylgir því að fyrir- finna slík litilmenni, þó geðfeldn- iskendin við að hjálpa þeirn sé (rnáske) nokkurnveginn sú sama og öðmm mönnum yfirleitt, sem læknisins leita. Þessum mönnum er engin vorkunn, þó þeir þurfi að leita læknisins í kvíða og angist (og oft of seint), því í rauninni vita þeir að læknarnir gera ávalt sitt besta (og þeir öfunda þá oft af því). En öðmm mönnum er oft vorkunn að leita læknis, þeim, sem lengi hefir verið borið á borð fyrir tortryggni, hatur og öfund gagnvart læknunum alment eða einhverjum einstökum sérstaklega. Þessu fólki þurfa læknarnir að hjálpa, ekki aðeins við sjúkdóma þess, heldur líka við þeirri psyk- isku infektion, sem þeir hafa orð- ið fyrir, og mun það flestum lækn- um alveg sérstaklega geðfelt. En tortryggni sú, sem komið hefir verið inn hjá fólki þessu, verður oft til jtess að jtað kveinkar sér i lengstu lög við að leita læknis og verður því þess vegna oft ó- beinlinis að fjörtjóni. Eina leiðin til jtess að draga úr þeim illu áhiifum, sem þessir menn hafa haft, sem hafa verið að reyna að ríra samband sjúk- lingu og læknis, er sú að útiloka leikmannsmilliliðina á milli sjúk- lings og læknis, láta þá útkljá sín mál íhlutunarlaust, eins og verið hefir frá elstu tímum. Og ef menn vilja tryggja sig gegn áföllum af sjúkdómsvöldum,þá ætti sú trygg- ing að verða hjá læknunum sjálf- um. í framkvæmdinni gæti þetta t. d. orðið með svipuðum hætti og sumt fólk hér í bæ nú tryggir sér læknishjálp hjá S. R.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.