Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1935, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.06.1935, Qupperneq 10
24 L Æ K NAB LAÐIÐ lagist, meðan hvergi á landinu er hægt að fá áhöldin corrigeruð. Þetta ástand má ekki haldast, ef fslendingar ætla ekki að verða eft- irbátar annara þjóða í læknislist, en spurningin verður þá, hvernig verður á ódýrastan og þó viðunan- legan hátt bætt úr þessu ? Það mun ljóst, að ekki verður sökum kostnaðar hægt að koma upp full- komnum spítala í hverju héraði, en það ætti ekki að verða ofviða að koma upp fullkomnum spitala í hverjum landsfjórðungi. Til þess þyrfti ekki nema tiltölulega litlar breytingar i 2 fjórðungunum, vest- lendinga- og norðlendingafjórð- ungi, enga í sunnlendingafjórð- ungi, en ;stofnun spitala í aust- lendingafjórðungi, t. d. á Norð- firði. Breytingarnar, sem þyrfti að gera er að skifta spítölunum (Ak- ureyri, ísafirði, Norðfirði) í 2 deildir,, chiritrgiska og medicinska deild. Medicinska deildin ætti aðal- lega að vera sniðin sem diagnosu- station. Héraðslæknar úr nær- liggjandi héruðum og praktiser- andi læknar gætu sent þangað sjúklinga og fengið þær nauðsyn- legustu rannsóknir gerðar (bakt- eriologiskar rannsóknir, Widal, jafnvel Kahn, hjartabilun, Rönt- genmyndir, sykur- og þvagrann- sóknir). Deildin sendi svo hlutað- eigandi lækni yfirlit yfir rannsókn- irnar og tillögu um meðferð. Oft eru medicinskir sjúkdómar þannig, að alt að einu er hægt að lækna þá i heimahúsum, ef ekki því verri skilyrði eru fyrir hendi, og við kroniska sjúkdóma þykir oft heppilegra, að sjúkl. sé stundaður undir þeim skilyrðum, sem þeir annars eiga við að búa. Enda bein- ist nú straumurinn í þá átt erlend- is, að láta meðferðina, að svo miklu leyti sem hægt er, fara fram í heimahúsum, en hafa ekki spí- talaveruna lengri en nauðsynlegt er til að fá nákvæma rannsókn á sjúklingnum. Með þessu sparast dýr spítalavera. án þess að árang- urinn yrði nokkuð lakari, þar sein undirstaðan undir viðeigandi með- ferð er fengin, sem sé: rétt dia- gnosa. Við hvern þessara spítala yrðu 2 sérmentaðir læknar, í chirurgi og medicin, sem skiftu með sér verkum. Skurðlæknirinn hefði auk sinnar deildar að nokkru leyti á hendi Röntgenrannsóknir (t. d. af öllurn líffærum utan brjóstholsins) en lyflæknirinn hefði auk sinnar deildar á hendi kliniskar rann- sóknar (s. s. bakteriologiskar rannsóknir, hjartabilun, o. s. frvr.) og Röntgenmyndatöku af líffærum brjóstholsins. Til aðstoðar þessum læknum gæti svo verið, ef ástæða þætti til 1 aðstoðarlæknir eða kandidat. Stofnkostnaður við þessar breytingar yrði nokkur. í fyrsta lagi breyting á húsaskipun, sem yrði lítilfjörleg á ísafirði. Á Ak- ureyri er nú i ráði að byggja nýjan spítala og mætti þá haga bygging- unni með tilliti til þess arna, án þess að af hlytist nokkur auka- kostnaður. Á Norðfirði þyrfti nýj- an spitala og það hvort eð væri. í öðru lagi þyrfti rannsóknará- höld fyrir 3—5000 kr. auk Rönt- gentækja. Reksturskostnaður j'rði nokkuð meiri en nú er. Á ísafirði og Ak- ureyri er yfirlæknir og aðstoðar- læknir, en í þess stað kæmu 2 yfir- læknar og auk þess 1 aðstoðar- læknir á Akureyri. Á Norðfiröi þyrfti 2 yfirlækna. Auk þess yrði iaukinn kostnaður til reagensa og þessháttar, en hann ætti að vinn- ast upp og meira til í því sem inn kæmi fyrir rannsóknir. Kostimir við þetta fyrirkomu-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.