Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 8
22 LÆKNABLAÐIÐ Eitt af fyrstu verkum stjórnar- innar var aö skrifa príórinnunni í Landakoti, forstööukonu spítalans þar, um aö fá þar sett á stofn stööu fyrir lækniskandidat, turn- uspláss. Þessari málaleitun félags- stjórnarinnar var þegar í staö vin- samlega tekiö og lofað að veröa viÖ tilmælunum frá næsta nýjári. A þessu uröu svo fullkomnar efndir, og var staða stofnuö og veitt frá síÖastl. nýjári. Þetta var mjög mik- il bragarbót fyrir hina nýju læknakandidata að fá þarna kir- urgiskt turnuspláss, sem svarað getur til þess medicinska, sem er á Nýja-Kleppi, en svo eru sem kunnugt er, tvö á Landspítalanum, sitt á hvorri deild. Þá má geta þess, aö stjórn fé- lagsins kaus síðastl. haust Matt- hías yfirlæknir Einarsson í stjórn „Legats Guömundar Magnússon- ar prófessors og Katrínar Skúla- dóttur“. Er svo fyrir mælt í skipu- lagsskránni, aö stjórn L. í. skuli kjósa þangaö einn mann. En sjóð- ur þessi er fyrst og fremst ætlað- ur til mentunar Háskólakennara i læknavísindum. Nefnd sú, sem síðasti aöalfundur kaus, til þess að fylgjast meö í sjúkratryggingarmálinu og leitast viö að hafa áhrif á löggjöf um þaö efni, geröi sitt ýtrasta til þess aö láta til sín taka og gott af sér leiða og er óhætt að segja, aö fyr- ir hennar atbeina komust nokkrar breytingar inn í tryggingarlögin, sem til talsverðra bóta munu reyn- ast. Þá geröust, svo sem kunnugt er, þau merkistíöindi síðastl. vetur, aö fyrsti héraðslæknirinn úr L. í. varöi Doktorsritgjörð við Háskól- ann og fékk doktorsviðurkenn- ingu. Þótti stjórn félagsins þetta svo mikil og góð tíöindi og sæmd- arauki fyrir iélagið, aö Doktorn- um var haldið samsæti að tilhlut- un hennar. Var sérstök ánægja aö fá tilefni til slíks, einkum þar sem það er svo sjaldgæft, aö nokkuð sé gert eða hægt að gera til þess að sýna héraðslæknunum sérstak- an sóma. Samkvæmt ályktun síðasta aðal- fundar um Siglingasjóð L. í. var öllum félagsmönnum, sem til náð- ist, skrifað um það mál og óskað álits þeirra. Mjög fáir hafa svar- að, en frá svörunum mun verða gerð grein, þegar þaö mál verður tekið fyrir. Svo sem eflaust flestum er kunn- ugt, hefir Alþingi numið burt af fjárlögum þann lítilfjörlega utan- fararstyrk, sem héraöslæknum var ætlaður. Strax og stjórn L. í. fékk vitneskju um þetta, en það var á haustþinginu 1935, þá skrifaöi hún Alþingi rækilegt bréf og rakti nauösyn þess, aö styrkur þessi mætti haldast, en það kom fyrir ekki. Þetta var endurtekið nú við síðasta Alþingi, en einnig það skelti skolleyrunum við þess- um réttmætu óskum. Frá landlækni barst stjórninni uppkast að frv. til laga um aö heimila í viðeigandi tilfellum að- gerðir á fólki, er komi í veg fyrir, aö það auki kyn sitt. Stjórnin at- hugaði uppkast þetta og lýsti sam- þykki sínu við þaö, ef gerðar yrðu á því nokkrar breytingar, sem hún gerði grein fyrir. Áður en eg lýk máli mínu vil eg leyfa mér að minnast nokkrum orðum á fundartíma þessa fundar, vegna þess, að eg hefi heyrt ein- stöku raddir um,að hann væri ekki sem best valinn. Aðalfundur L. í. hefir ætíö verið háður nálægt mán- aöarmótum júní og júlí, en þegar hann hefir verið rétt á mánaða- mótum, þá hefir réttilega verið að því fundið vegna þess, að það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.