Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.1937, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 23 Tvæmi í bága viö stúdentsafmæli. Þetta vildum viö fyrst og fremst foröast, og kom því til hugar um -eitt skeiö aö halda hann fyr í júní, en þaö strandaöi meöal annars á ]jví, aö dr. Skúli Guöjónsson, sem viö snemma á árinu höföum á- kveöiö aö reyna aö fá hingaö sem fyrirlesara, gat ekki komið fyr en vm þetta leyti, og svo var einnig á hitt að líta, að þaö getur verið r.’veg undir hælinn lagt, hversu snemma bílvegir veröa færir fyrir lækna utan af landi. Varö þaö þvi úr, svo sem nú er raun á orðin, aö hann var ákveðinn í „sænsku vikunni“. Datt okkur í hug, að ske kynni, að hún yrði dálítið aðdrátt- arafl fyrir utanbæjarlækna, en að því viljum vér keppa, að fá sem flesta þeirra á þenna fund. í sam- ræmi við þetta, datt okkur í hug, að gera tilraun til að fá hingað sænskan lækni til fyrirlestra i sam- bandi við „sænsku vikuna“ og leit- uöum hófanna með það, en það fékk engar undirtektir hjá þeim, sem þeim málum veittu forsjá. Við höfum gert þá nýbreytni við dagskrána, að ljúka öllurn venjulegum aðalfundarstörfum í byrjun fundarins. Þetta virðist eiginlega alveg sjálfsagt, enda mun það siður í flestum félögum. Svo sem kunnugt er, hefir sú venja áður viðgengist, að geyma sumt af þeim störfum, svo sem stjórnarkosningu, til fundarloka, en það finst okkur ósiður, sem eigi niöur aö leggjast, enda hefir reynslan sýnt það, aö oft var þá komið svo mikið riðl á fundarmenn að oft var vafamál, hvort fundar- fært ætti að teljast. Stjórnin haföi rætt um og dá- lítið undirlsúið, aö bera fram smá- vægilegar lagabreytingar, en við nánari athugun komumst við að þeirri niöurstööu, aö lögunum væri svo rnjög ábótavant, aö nauðsyn bæri til aö láta fara fram gagn- gerða endurskoðun og bætur á þeim. Höfum við því ákveðið, und- ir 6. lið dagskrárinnar, að bera fram tillögu um, aö kosin veröi 3ja manna nefnd, til þess aö endur- skoða lög félagsins, gera viö þau breytingartillögur, er síðan verði sendar félag-smönnum til álits,'áð- ur en þær verða bornar upp á næsta aðalfundi. Einkanlega hefir það vakað fyrir stjórninni að reyna á þenna hátt að treysta sem best félagsskapinn, þar sem hún telur að i hönd farandi tímar með hinum nýju skipulögum á lækna- og sjúkramálum, séu svo alvarleg- ir, að hvarvetna þurfi fylstu var- úðar og fylsta samræmis að gæta, og því aðeins eigi stéttin framtíð- arvon hér á landi, að félagsskap- ur hennar verði órjúfandi múr- veggur, sem allar sundrungar- og niðurlægingartillögur brotna á. Svo sem kunnugt er, hefir fé- lagið sérstaka nefnd, sem hefir það hlutverk með höndum, að út- vega og úthluta kandidats- og hér- aðslæknisplássum þeim til fram- haldsmentunar í Danmörku. Því rniður er formaður þessarar nefnd- ar, próf. G. H. ekki í bænum, svo hann getur ekki gert grein fyrir störfum hennar, en mér er kunn- ugt um og óhætt að segja, aö hún hefir leyst þaö starf með prýöi af hendi þetta liðna ár. Hefi eg svo ekki meira aö segja um störf hins liðna árs.“ 2. mál á dagskrá: Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fél. Reikningarnir voru lesnir upp og skýröir. Óskar Einarsson óskaöi ýmsra skýringa viövíkjandi reikningun- um og þá sérstaklega á því i hverju væri innifalinn hinn mikli kostnaöur viö aðalfund. Ennfrem-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.