Kraftur - 01.05.2003, Síða 4
4 5
Er einhver von?
Um krabbameinsrannsóknir
Hvað er handan við sjóndeildar-
hringinn?
Magnús Karl Magnússon
Sérfræðingur í blóðsjúkdómum við
Landspítala Háskólasjúkrahús.
Hvað er krabbamein?
Við þessari spurningu eru að
sjálfsögðu margs konar svör. Í
þessari grein ætla ég að reyna að
útskýra á einfaldan hátt hvernig við
skiljum líffræðilega þáttinn í dag, það er;
Hvers vegna tekur eðlileg fruma
í mannslíkamanum sig til og fer að
fjölga sér og hættir a› lúta þeirri
stjórn sem aðrar frumur í viðkomandi
vef lúta?
Einfalda svarið við þessari
spurningu er eftirfarandi:
Krabbamein er sjúkdómur
áunninna skemmda í erfðaefni
frumunnar og þessar skemmdir í
erfðaefninu leiða til frumufjölgunar og
síðar æxlismyndunar.
Hið flókna verkefni sem við okkur
blasir nú er að kortleggja þessar
skemmdir í erfðaefninu og skýra
hvers vegna hver um sig leiðir til
frumufjölgunar.
Það er skoðun flestra að þegar
við höfum kortlagt þetta ferli og
skilið til hlýtar þá geti skapast
grundvöllur til að gerbreyta þeirri
meðferð sem við beitum í baráttunni
gegn sjúkdómnum. Hægt verði
að ráðast með markvissari hætti
að grundvallarskemmdum í
æxlisfrumunum. Í dag stöndum
við frammi fyrir þeim einstöku
tímamótum að nýlegar framfarir
í grunngreinum lífvísinda, s.s.
erfða- og sameindafræði, gera
okkur kleift að sjá í náinni framtíð
stórstígar framfarir í skilningi okkar á
sjúkdómnum.
En hvað er átt við þegar sagt er að
krabbamein sé sjúkdómur áunninna
skemmda í erfðaefninu? Erfðaefni
mannsins eins og annarra lífvera má
líta á sem forritið sem stýrir starfsemi
hverrar frumu í líkamanum. Það
einstaka við þetta forrit er að þó svo
að sama forritið sé til staðar í hverri
frumu líkamans þá getur þetta forrit
gefið mismunandi leiðbeiningar
eftir því í hvað frumu erfðaefnið er
staðsett. Þannig er sama erfðaefnið
til staðar í vöðvafrumu í hjarta
sem slær taktvisst daginn út og
daginn inn og í hvítu blóðkorni
sem ferðast um líkamann og ver
hann gegn utanaðkomandi áreiti
eins og bakteríum og öðrum
sýklum. Þegar fruman skiptir sér
(frumuskipting=frumufjölgun) þá
þarf hún síðan að mynda nákvæmt
afrit af erfðaefninu þannig að
dætur þessarar frumu hafi sama
forritið til að sinna sínu hlutverki.
Erfðaefni mannsins er ákaflega
flókið forrit, það samanstendur af
46 litningum sem bera erfðaefnið
í svonefndum kjarnsýrum. Þessar
kjarnsýrur mynda síðan hið einfalda
stafróf erfðaefnisins sem einungis
samanstanda af fjórum mismunandi
stöfum sem táknaðir eru sem A, T,
G eða C. Þó þetta stafróf sé einfalt,
þá myndar það flóknar upplýsingar
sem geymdar eru í forriti mannsins
upp á þrjá milljarða stafa og geymt
er í hinum fræga hringstiga lífsins
(tvöfaldi spírallinn-the double helix),
DNA sameindinni (sjá mynd 1).
Nú hefur tekist að lesa alla þessa
röð í erfðaefni mannsins (og fleiri
lífvera) og er þetta afrek eitt stærsta
skref sem lífvísindin hafa stigið. Við
munum á næstu áratugum hafa
tækifæri til að rýna í þetta flókna
forrit og reyna að skilja það.
Eins og við sögðum hér að ofan
þá verður í frumu þeirri sem síðar
myndar krabbameinið, áunninn
skemmd í erfðaefninu. Þessar
skemmdir geta verið mjög einfaldar,
t.d. að A breytist í T eða G breytist í
C. Svona smávægilega skemmd eða
breyting köllum við stökkbreytingu
og eru þær daglegur viðburður í
einhverri af fjölmörgum frumum
líkamans (sjá mynd 1). Í flestum
tilvikum hefur þessi stökkbreyting
engin áhrif á frumuna, fruman starfar
eðlilega áfram eins og ekkert hafi
í skorist. Ef stökkbreytingin hindrar
eitthvað af mikilvægum ferlum
frumunnar er líklegt að fruman deyji
og við hennar hlutverki tekur önnur
heilbrigð fruma og engin vandamál
skapast. En nú komum við að kjarna
málsins. Í einstaka tilfellum getur
stökkbreytingin í erfðaefninu leitt til
þess að fruman skiptir sér hraðar
og þá hafa skapast forsendur
til þess að þessi fruma myndi
krabbamein, það er, hún og allir
hennar afkomendur skipta sér hraðar
og lúta ekki eðlilegri stjórn. Smátt
og smátt stækkar þessi frumuklasi
og myndar að lokum æxli. Allar
frumurnar er æxlið myndar hafa erft
stökkbreytinguna frá móðurfrumunni,
og allar hafa þær því nú umbreytt
forrit sem skipar þeim að skipta sér
og láta ekki að stjórn. Þetta ferli er
raunar nokkuð flóknara en hér er
látið í veðri vaka, t.d. þurfa að koma
til allmargar krabbameinsstökkbreyt-
ingar til að mynda fullþroska æxli.
Hverjar eru
stökkbreytingarnar í
krabbameinsfrumum?
Síðustu ár hafa vísindamenn náð
að einangra og skilgreina fjöldann
allan af mismunandi stökkbreytingum
er valdið geta æxlisvexti. Mikið verk
er enn óunnið en nú eru þó að koma
fram allskýr mynd af mismunandi
flokkum stökkbreytinga.
Eftir að stökkbreytingarnar hafa
verið einangraðar þarf síðan að
skýra hvernig þessi breyting hefur
áhrif á starfsemi frumunnar – hvernig
breytist forrit frumunnar – hvers
vegna leiðir hún til æxlisvaxtar.
Í hvítblæði verður æxliskennd
fjöldun á forstigum hvítra blóðkorna
og eru þau flokkuð eftir þeirri
frumutegund sem fjölgunin verður
á. Um er að ræða illkynja sjúkdóm,
krabbamein, í blóðmyndandi vef.
Æxlisvöxtur í blóðmyndandi vef er
oftast frábrugðinn öðrum æxlisvef
því ekki er um afmarkaðan æxlisvöxt
að ræða heldur vaxa æxlisfrumurnar
dreift um beinmerginn. Einnig
vaxa frumurnar inn í ýmsa aðra vefi
eins og eitla eða milta og valda
þar almennri stækkun viðkomandi
líffæra.
Orsakir hvítblæðis eru
margvíslegar og enn að stórum
hluta óþekktar. Það gildir um
alla krabbameinssjúkdóma