Kraftur - 01.05.2003, Page 15
14 15
Það má til sanns vegar færa að
upphæðirnar séu ekki stórar í hvert
skipti en þegar einstaklingur þarf
að sækja þjónustuna daglega fimm
daga vikunar er þetta fljótt að safnast
saman.
Á þeim rúmu þremur árum
sem liðin eru frá því að ég lauk
meðferð hefur kostnaðurinn í
heilbrigðiskerfinu hækkað gríðarlega
þ.e. kostnaður sjúklinga. Þannig
þarf ég að greiða rúmar 15.000
kr. fyrir sneiðmyndatökuna í dag
sem ég greiddi 1.500 kr. fyrir
áður. Og alltaf heyri ég hamrað
á því að heilbrigðiskerfið sé rekið
með miklum halla og skuldahalinn
sem Landsspítalinn dragi á eftir sér
lengist með hverju árinu.
Í byrjun meðferðar minnar komst
ég fljótt að því að ég hafði hreint
ekki efni á því að vera veikur. Ég átti
að taka flví rólega þar sem ég var í
erfiðri meðferð og félagsráðgjafinn
sem ég ræddi við vegna
fjárhagshugleiðinga minna stakk upp
á því að konan mín tæki að sér fleiri
aukavaktir til að brúa bilið á þessum
erfiða tíma. Ráðgjafinn sagði mér
jafnframt að ég væri ekki með
réttindi í lífeyrissjóðum sem kæmu
að gagni, helsta ráðið væri að taka
svokallaða tímabundna örorku og
sækja um greiðslur úr veikindasjóði
stéttafélags míns sem ég og gerði.
Á trúartímabilinu mínu hefði ég
haldið að félagsráðgjafinn yrði okkur
ráðgefandi um hvernig konan gæti
losnað frá vinnu til að auðvelda okkur
þetta erfiða tímabil.
Ári› 2003 okt.
(vonartímabili›)
Sem betur fer var ég kominn út í
lífið aftur eftir smá raunveruleikaskell.
Sem júdómaður hugsa ég flennan
skell sem krabbameinið veitti mér
sem Yuko (hlutasigur) en það er
langur vegur í a› krabbinn nái á mér
Ippon (fullnaðarsigri). Spurningin
er samt sú hvort ráðamenn
og jafnvel þjóðin öll séu enn á
trúarstiginu með heilbrigðis- og
almannatryggingakerfið og hvort allir
eru jafn lánsamir og ég að hafa bara
fallið á annað hnéð.
Ég vona a› allir verði jafn lánsamir
og ég vona a› rá›amenn sjái a›
eitthva› raunhæft ver›ur a› gera í
flessum málum.
Daníel Reynisson forma›ur Krafts
A›standendur Krabbameinssjúklinga
Opið kvöld fyrir aðstandendur krabbameinssjúklinga
verður mánudaginn, 17. nóvember nk. kl. 20.00
í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4.hæð.
Fjallað verður um þætti og þarfir aðstandenda krabbameinssjúklinga
sem oft verða útundan í veikindaferlinu.
Umsjón með fundinum hafa Halla Þorvaldsdóttir sálfræðingur
og Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi.
KRAFTUR hvetur alla aðstandendur til að mæta á fundinn.
fiakkir
Krafti hafa borist óvæntir og velþegnir styrkir til starfseminnar
og er það í senn óvenjulegt og sérlega hvetjandi fyrir okkur að
flessir styrkir eiga það sammerkt að gefendurnir komu til okkar færandi hendi án þess að til
þeirra væri sérstaklega leitað. Þessir styrkir hafa ekki aðeins veitt okkur veraldlegan stuðning heldur
andlegan og kunnum við eftirtöldum velunnurum okkar ómetanlegar þakkir.
Handknattleikssamband
Íslands
stó›u a›
Dans-Krafti
Danssmi›jan