Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 5

Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 5
KRAFTUR 5 VIÐTAL að halda en létu það vera því þeir héldu sig hafa náð öllu krabbameininu í leghálsinum og eitlarnir voru einnig alveg hreinir. Á endanum töldu þeir það þó ráðlegra, þó svo að það væri bara fyrirbyggjandi og til að vera fullkomlega öruggir. Ég fór því í tveggja mánaða lyfjameðferð, frá byrjun nóvember 2010 og til áramóta.“ Guðbjörg segir að hún hafi fengið annað áfall þegar hún frétti af lyfjameðferðinni, sérstaklega þar sem hún átti ekki von á henni. „Mér fannst minna mál að fara í aðgerðina, þótt hún hafi tekið á mjög líkamlega og ég gat ekki staðið upp í marga daga á eftir, heldur en að fara í lyfjameðferðina. Mér fannst lyfjameðferðin alveg svakaleg. Ég var með mikið, dökkt sítt hár sem ég missti og var mjög þreytt og veik á lyfjunum. Þá hafði ég aldrei viljað láta sjást að ég væri með krabbamein eða sjúklingur því ég vildi ekki láta vorkenna mér en þarna fór það ekkert á milli mála þar sem maður var annað hvort með hárkollu eða klút.“ Guðbjörg tók samt þá ákvörðun að vinna með lyfjameðferðinni. „Mér fannst það betra, að komast út á meðal fólks og hafa einhver verkefni. Það hentaði mér. Lyfjameðferðin var heldur ekki það löng svo að ég hafði þrek. Vinnuveitendur mínir veittu mér allan þann stuðning sem ég þurfti og ég þurfti ekkert að vinna, ég bara vildi það." TÓKST Á VIÐ ÞETTA EINS OG VERKEFNI En hvernig leið þér tilfinningalega á meðan þessu ferli stóð? „Þetta var alveg rosalegur tilfinningarússibani. Ég var bara í sjokki þegar ég greindist og unnusti minn og ég vissum ekki alveg hvernig við áttum að segja fólki þetta. Mér fannst það rosalega skrítið og bara að heyra þetta orð ,,krabbamein,“ koma út úr munni mínum. En það var ekkert annað i boði en að takast á við þetta eins og hvert annað verkefni. Þegar það var ljóst að ég þyrfti að fara í lyfjameðferðina þá höfðum við samband við Kraft sem reyndist okkur mjög vel og við fengum mjög góðar upplýsingar hjá félaginu. Mér finnst líka mikilvægt að minna konur á hversu mikilvæg frumustrokið hjá leitarstöð Krabbameins– félagsins er. Það getur fyrirbyggt alvarlegt leghálskrabbamein. En nú þegar þetta er væntanlega búið, þá líður mér rosalega vel og finnst óraunverulegt að þetta hafi gerst. Mér finnst styrkur í því að hafa tekist á við krabbamein og sigrað það.“ Það var Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, sem aðlagað bókina og bjó til leikgerðina en í tónlistin í verkinu er eftir eiginmann Önnu Pálínu, Aðalstein Ásberg Sigurðsson. „Valgeir fléttaði inn í verkið tónlist sem Anna Pálína söng á þessum tíma en hún var þekkt vísnasöngkona. Bæði lög og ljóð eru eftir mig og fjalla um lífið og tilveruna,“ segir Aðalsteinn Ásberg. Hvernig fannst þér að komast í kynni við Ótuktina aftur? ,,Það eru sjö ár síðan bókin kom út en hún hefur staðist vel tímans tönn og mér hefur fundist gaman að koma að þessu verkefni. Ég tel verkið vera þarft innlegg inn í umræðuna.“ Anna Pálína var virt og dáð af mörgum, bæði sem vísnasöngkona hérlendis sem og á Norðurlöndum og fyrir lífskraft sinn og óvenjulegt viðhorf gagnvart veikindum sínum. Hún skrifaði bókina Ótuktina árið 2004 og lýsti þar vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum á meðan hún lifði með krabbameinið. Með jákvæðni og æðruleysi tókst hún á við hvert verkefnið á fætur öðru og söng inn á plötur, hélt tónleika fyrir börn og fullorðna og kappkostaði að njóta lífsins. Sýningin Ótuktin er eins og bókin, full af mannkærleika, von og þakklæti til lífsins. Það var Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem fer með aðalhlutverkið í sýningunni en Valgeir Skagfjörð sá um píanóleik. ÓTUKTIN Á SVIÐ ÓTUKTIN EFTIR ÖNNU PÁLÍNU ÁRNADÓTTIR Í IÐNÓ, SEM LÉST RÚMLEGA FERTUG AÐ ALDRI ÚR KRABBAMEINI. ,,Mér fannst það rosalega skrítið og bara að heyra þetta orð ,,krabbamein,“ koma út úr munni mínum.“

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.