Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 17

Kraftur - 01.05.2011, Blaðsíða 17
KRAFTUR 17 SVÖLURNAR GÁFU 300.000 KR. Svölurnar er félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja og flugþjóna en tilgangur þess er að viðhalda tengslum sín á milli. Það er þó einnig markmið félagsins að vinna að auknum skilningi á málefnum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og reyna að aðstoða þá með fjárframlögum eða á annan hátt eftir því sem fjárhagur félagsins leyfir. Í ár veittu þær Krafti 300.000 kr. styrk. Þakkar Kraftur hlýhug Svalanna. HUGARFAR SIGUR- VEGARANS Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, kom í heimsókn til Krafts og sagði frá mikilvægi þess að eiga sér draum. Hann sagði að það þyrfti að búa sér leið til að ná markmiðum sínum og fylgja leiðinni eftir til þess að ná árangri. Til þess þyrfti að nálgast verkefni á ákveðinn hátt og lýsti hann meðal annars hugarfari afreksfólks og sigurvegarans. LÆKNANEMAR STYÐJA KRAFT Lýðheilsufélag læknanema hefur það markmið að stuðla að bættri lýðheilsu og heilsuvitund Íslendinga með áherslu á háskólasamfélagið. Það stendur árlega fyrir blóðgjafamánuði í mars í Háskóla Íslands en tilgangur átaksins er að fá nýja blóðgjafa í Blóðbankann. Í ár ákvað Vodafone að hjálpa stúdentum að gera tvöfalt góðverk en fyrir hverja blóðgjöf styrkti fyrirtækið Kraft um 500 kr. Alls safnaðist 160.000 kr. Kraftur þakkar bæði Lýðheilsufélagi læknanema og Vodafone fyrir stuðninginn. FRÆÐANDI VÍSINDAFERÐIR Kraftur hefur undanfarin ár boðið háskólanemum í svokallaðar vísindaferðir og hafa þær ávallt verið vel sóttar. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða nemendum í heilbrigðisfræðum en á síðasta ári komu sálfræðinemar, nemar í sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræðinemar. Í haust munu svo heimsækja Kraft læknanemar á lokaári en hugmyndin er einmitt að fá nema í þessum fræðum til okkar til skiptis. Tilgangurinn með þessum vísindaferður er að fræða þau um gildi og áhrif stuðnings við fólk með krabbamein. Þau fá að heyra frá fyrstu hendi hvernig Kraftsfélagi nýtti sér stuðning og hvaða áhrif hann hafði. Einnig fáum við fagmannesku úr þeirra röðum eins og Gyðu, sem er okkar sálfræðingur, og með Phd í sálfræði og Lukku sem er sjúkraþjálfari með reynslu af umönnun krabbameinssjúklinga. Þá höfum við við kallað til fagaðila sem vinna með krabbameinsgreindum úr þeirra atvinnugrein en sem dæmi má nefna þá fengum við Berglindi frá Karitas þegar hjúkrunarfræðinemarnir komu til okkar. FÓLK

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.