Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 7
LÆKNABLADID GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 32. árg. Reykjavík 1947 6. tbl. ZZZZZZZZZZZI TAIGAVEIKIN í m VKIWÍK 1906-1907. £ttir WaltL lai (^inarsson. í fyrsta tölubl. „Fálkans“ 1945, var lýsing á vatnsbólum í Revkjavík, eins og þau voru fyrir og um aldamótin síðuslu. Lýsingin er eftir Sigurð Hall- dórsson trésmíðameistara, og er vist rétt með allt farið, eftir þvi sem ég man til, utan það, sem hann segir um Móakots- lindina, og skiptir nokkru máli, þvi ef rétt væri frá skýrt, þá hefði taugaveildn; sem gekk hér frá nóv. 1906 — fehr. 1907 aldrei komið upp. Sigurður segir svo frá, í fyrr- nefndu Fálkablaði: „Inni i Skuggahverfi innarlega, var Móakotslind, austur af Ivveld- úlfshúsum. — Dregur Vatns- stigurinn nafn af lienni. Móa- kotslindin átti sér ekki langa sögu né fræga, þvi að tauga- veiki kom upp hvað eftir ann- að í nágrenni við hana og var vatninu kennt tún, Lað var eitt af fj'rstu verkum Guðmundar Björnssonar, eftir að liann varð héraðslæknir í Reykjavík, að láta fylla lind þessa.“ Við þetta er tvennt að at- huga. í fyrsta lagi, að það gat ekki verið eitt af fyrstu verk- um Guðm. Björnssonar, eftir að hann varð héraðslæknir, að loka Móakotslindinni, þvi hann varð héraðslæknir í sept. 1895, en lindinni var lokað í des. 1906, og var Guðm. Björnsson þá orðinn landlæknir (settur) en Steingrímur Matthíasson settur héraðslæknir í Reykja- vík. I öðru lagi er mér ekki kunnugt um, að hægt hafi ver- ið að rekja taugaveikis-far- aldra að þeirri uppsprettu, fyrr en þennari eina mikla farald- ur í nóv. 1906, og var mér vel kunnugt um taugaveiki hér í bæ, allt frá aldamótum. Allt það helzta, um þessa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.