Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 91 var numinn burtu í leiðslu- deyfingu. Helmingurinn var tekinn til smásjárathugunar og reyndist granuloma. Hinn hlutinn var tekinn og mulinn í dauðhreinsuðu morteli og blandaður með kjötseyði, þann ig, að þynningin var sem næst 1:10, þar sem einn bluti var liinn sýkti vefur á móti tíu af kjötseyðinu. Þessu mauki var síðan sáð á eftirfarandi æti: 1. Maltose-agar. 2. Serum-glucose-bouillon. 3. Löfflers-serum. 4. Actinomycosis-agar. Bakteríugróður varð á öllurn ætunum, og reyndist það vera klasasýklar (stapbylococci) og Bacillus Welchii. Ég hefi þá í sem stytztu máli skýrt frá því, sem gert hefir verið í Bannsóknastofunni, varðandi lausn þessa viðfangs- efnis. Ég skal taka það fram, að á þessu tímabili kölluðu mörg önnur viðfangsefni að, svo að ekki var unnt að fylgja þessum athugunum fastar eft- ir, enda rejmdist engin af þess- um athugunum sérstaklega já- kvæð, nema ef vera skvldi að bóla sú, er óx við inndælinguna milli húðlaganna og fyr var lýst, bafi verið raunveruleg sláturbóla. II. Segja má, að skanimt bafi náðst í þessum áfanga, að finna orsök eða orsakir að sjúkleik- anum, er yfirlit þetta er athug- að. Tilhneiging er tvímælalaus til að rekja orsakirnar til hand- fjöllunar sauðfjár eða sláturs úr sauðfé. Vissa liggur þó hvergi ótvíræð fyrir, að ekki geti annað komið til álita, mætti í því sambandi benda á hreinlætisskilju’ðin, sem menn verða að búa við, þegar að þeim störfum er unnið. Ekki verður þó á móti því mælt, að til séu sjúkdómar, er standi í sambandi við vissar dýrateg- undir og læt ég mér nægja, að tilgreina bið illkynjaða fingur- mein — Speckfinger, —■ sem stundum lilýzt af selafláningu. Nú um nokkur ár hefi ég haft tækifæri til að sjá nokkiir vefj- arsýnishorn úr sláturbólum. Ég hefi liér að framan gefið stutta yfirlitslýsingu á þeim vefjar- breytingum, sem fundizt hafa. Til samanburðar þykir mér rétt að birta hér hluta úr hinni fvrstu vefj arlýsingu, sem sam- in hefir verið um sláturbólu. Hana gerði Stefán Jónsson læknir, og var hún birt i Læknablaðinu 1918: „.... Epidermis bálfnek- rotisk, kjarnalitun lítil, frum- urnar með vakúólum, efstu lögin sumpart leyst frá stra- tum germinativum. Víða vökvafvllt hólf. Hornlagið á parti dottið af. og hér er dá- lítil ulceration. Neðsta lag af epidermis heldur sér þó milli papillanna, og er tiltölulega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.