Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ telur að mest beri á kvilla þess- um hjá mönnum, er gæti sau'ö- fjár úti við á fjörubeitarjörð- um og sjaldan snerti kind og telur, að hann liafi sjaldan séð hann á mönnum, er liirði fé í húsi (Hhsk. 1933). Sami lækn- ir getur þess þó, að stúlkur sýkist líka af því eiriu, að fara með kindakjöt (Hbsk. 1941) og auk þess liefir liann oft þótzt rekja sýkinguna til hruflana af liornum, eða af því að fást við fénað (Hbsk. 1934). Flestir læknar eru sammála um það, að sýkingartíðni sé mest að haustinu, og þá um sláturtímann. Þó eru tilfelli greind framan af vetrinum og á vertíð (Hbsk. 1936 og 1940), þar sem efast er um, að því er virðist, að um smitun frá sauð- fé geti verið að ræða. Heildar- yfirlitið gefur þó ótvírætt til kynna, að flestir telja, að snert- ing á sauðfé sé nauðsynleg, til þess að sýking verði, og þá um leið löskun á húðþekju þess er sýkist. 1 þessu sambandi er rptt að geta þess, að andlit og sérstak- lega hendur eru þeir staðir, sem sýking verður oftast á, enda verst varðir fyrir hnjaski. Þó er mér kunnugt um, að fyr- ir nokkrum árum var granu- loma skorið af scrotum á mánni, er særst hafði á þeim stað við drátt á sauðfé. Stykk- ið var sent til smásjárathug- unar í Rannsóknarstofu Há- 87 skólans og reyndist granuloma (Dungal). I yfirlitsgrein G. M. gefur hann góða lýsingu á kvillanum og leyfi ég mér að taka hér upp aðalatriðin úr lýsingu lians, þar sem Læknahlaðið frá þeim tíma er nú að verða i fárra manna höndum: „Þar sem veikin var yngst, sést á fingri .... kringlóttur þrimill......Ijósleitur, og var sem stratum corneum væri lyft upp af vatnsvilsu og virtist vils- an vera í fleiri smáhólfum en einu........Svo er að sjá sem epidermis núist af og komi * rautt fleiður (þar á próf. við, að kvillinn liafi slaðið lengur), ...... fleiðrið er með rauðu holdfrauði í (granulationum) og hlæðir fremur venju úr ef komið er við það. Úmhverfis J)að sést stundum epidermis- kragi, sem holt er undir, en frauðið vellur ])ó ekki úl yfir kragann. Fleiðrið og Jjrotinn undir því situr, en stendur ekki á „fæti“.....Það er segin saga að J)etta ulcus er elevatum og induratum og J)að er einmitt þetta sem mér virðist einkenni- ^legast við kvillann. Fleiðrið lyftist upp af J)rota, sem er stinnur viðkomu, en lítið eða ekki aumur, enda kvarta sjúkl- ingarnir ekki yfir verkjum, en sumir yfir kláða og lítilfjörleg- um sviða.“ Þessari lýsingu á kvillanum her saman við reynslu þeirra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.