Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.10.1947, Blaðsíða 21
J. Æ K N A B L A Ð I Ð 95 bættis við læknadeild Háskól- ans. — En þetta embætti bafði verið auglýst til umsóknar og, aldrei þessu vant, farið fram rannsókn mjög bæfra sérfróðra manna á ágæti binna ýmsu um- sækjenda. Að siðustu, að fengnu áliti sérfræðinganna, liafði deildin mælt með einum ákveðnum manni. Veitingar- valdið veitti liins vegar öðrum umsækjanda embættið og lét ])ess getið til „skýringar“, í dagblaði sínu, að ráðherra mæli meira þjónustu í opinberum cmbættum en vísindalega ]>ekkingu og praktiska reynslu í faginu, en gekk þó um leið fram bjá öðrum umsækjanda, sem dæmdur bafði verið hæf- ur af læknadeildinni og hafði verið opinber embættismaður lengur en sá, sem ráðherra veitti embættið — og það með þeim sérstöku ágætum, að ef til vill er einsdæmi í allri is- lenzkri læknasögu, jafnvel að núverandi landlækni meðtöld- um. Ég vona, að allir læknar liafi, við þessa frétt, hugsað bið sama og ég, að nú mundu læknasamtökin leita til okk- ar til andmæla þessari veit- ingu, því nú, fremur en nokkru sinni áður, var tækifæri til gagnsóknar í hinu gamla deilu- máli lækna og veitingarvalds- ins. En ráðherrann hefir sjálf- sagt sofið rólegur allar næt- ur, enda komið á daginn, að honum var það óhætt. — Læknadeild Háskólans bar upp við háskólaráð, að mót- mælt yrði framferði ráðherra. Iláskólaráð lét síðan birta mót- mæli, sem sjálfsagt hafa komið fleirum en mér einkennilega fyrir sjónir. í stuttu máli — há- skólaráð mótmælti aðferðum ráðherra, en bætti aftan við mótmælin klausu, sem algjör- lega breytti anda mótmælanna. lTt úr vfirlýsingu báskólaráðs mátti lesa, að ráðherra hefði að vísu gerzt brotiegur gegn Há- skólanum, en það gerði ekkcrl til, því ekkert alvarlegt slj's hefði af hlotizt, nema ef liægt væri að telja ])að slys að það upplýsist Iivert mat er hér á landi á vísindalegri starfsemi. Hugsum okkur, að maður hefði verið tekinn fyrir að aka bif- reið ölvaður, en dómarinn befði nolað röksemdafærslu háskólaráðs og sýknað mann- inn, þar eð enginn hefði hlotið liættuleg meiðsli af framferði lians. Þessi yfirlýsing var væg- ast sagt í mesta máta óaka- demísk, spillti málstað lækna- deildar og var báskólaráði til vafasams sóma. Ekki var öllu lokið þar með, því á fyrsta fundi sínum veturinn 1947—48, felldi fundur í L.R. svo bljóð- andi tillögu: „Fundur haldinn í L.R. þ. 8. okt. 1947, mótmælir því harðlega, að menntamálaráð- berra skuli hafa liaft að engu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.