Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 17
L Æ K N A B L A Ð IÖ 109 éinná næst því að tárásí, þó hann væri 74 ára. Er liann var 75 ára kjöri læknadeild Háskóla íslands hann lieiðursdoktor. Þegar á Akureyraráruinun hafði liann stofnað til skrifaðs læknatímarils fvrir norðan- og austanlækna aðallega og varð liann formaður félagsskapar lækna í þessum landshluta. Nokkru eftir komu hans til Reykjavíkur og þó einkum cft- ir að liann fór að kenna við Háskólann, og Læknafélag Reykjavikur og Læknafélag Is- lands hafði verið stofnað, fann hann köilun hjá sér til þess að beita sér af alhug fyrir fé- lagsmálum lækna. Honum fannst það heint áframhald af háskólakennslunni. Að henni lokinni yrði að brýna fyrir læknum ýmislegt það sem ekki teldist beinlínis til læknanáms- en þó miðaði að því að gera þá fullkomnari til þess að hjálpa fólkinu. Þeir þyrftu að taka upp siða- og umgengnisreglur, láta ekki bjóða sér ómannsæm- andi kjör, gera sér ljóst hver væri styrkur þeirra og þýðing fvrir þjóðfélagið og liverjar væru skyldur þeirra við þjóð- félagið: Að hafa vakandi auga á öllum nýjungum i fræðigrein þeirra, einkum þeim er liag- nýtilegt gildi hefðu og beita sér fyrir framgangi þeirra til almenningsheilla. I ræðu og rili brýndi hann læknana. En þó liann væri svipa þeirra á stundum, þá var hann lika á- vallt sverð þeirra, ef á þurfti að halda. Hann var i stjórn L. R. 1909—15 og 1916—17, þar af formaður 1911—15. Hann var í stjórn L. í. frá 1918—32, þar af formaður 1918—23 og 1927—32 og heiðursforseti L. I. frá 1933. I rilstjórn Lækna- l)laðsins frá 1915—1921 og til dauðadags mikilvirkastur allra er í það skrifuðu, þó síðustn 10 árin væru það mestmegnis fregnir úr erlendum læknarit- um, er hann skrifaði fyrir blað- ið. Hann skrifaði um allt er honum fannst snerta læknana eða þeir ættu að skipta sér af og hann vildi ekki vamm þeirra vita. Hann hafði auk j>ess á formanns árum sinum meir og minna beint samband við alla lækna landsins. Ilann vissi því öllum mönnum betur um hag og hug læknastéttar- innar íslenzku og má segja að hann hafi vei'ið hið raunveru- lega höfuð hennar og sam- vizka, sem allir töldu sér skylt að taka lillit til, scm allir báru virðingu fyrir. Allir vissu að honum gekk aðeins gott eitt til. Hagur stéttarinnar og almenn- ings var honum æðsta boð. Það var því eðlilegt að liann yrði kjörinn fyrsti heiðursfor- seti Læknafélags Islands, er hann taldi sig verða að láta af formannsstörfmn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.