Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 11
LÆKNABLAfi.IÐ inu, og var öllum ljóst, að fc þetta var veitt fvrst og fremst í viðurkenningarskvni við GuS- mund Hannesson. Var sjúkra- húsið að öllu gert eftir fyrir- sögn hans. Til þess að sjúkra- húsiö gæti sem bezt nolið krafta Guðmundar, var honuni þegar á öðru ári þess veittur stvrk- ur til þess að launa aðstoðar- kekni. Má af þessu nokkuð marka, hver brautryðjandi G. H. var í sjúkrabúsmálum landsins. En jafnframt gaf liann sér líma til þess að skipta sér af fjölmörgum öðrum málum, sem öll miðuðu fyrst og fremst að því að fræða almenning og lækna. í þrjú ár liéll liann út fjölrituðu læknablaði, aðallega fyrir lækna á Norður- og Aust- urlandi. En auk þess ritaði lumn hverja greinina á fætur annarri i Norðurland, lijarka og ísland. Hann ritaði um lækningar og trúmál, bók- menntir, skáldskap og bygging- arlist, aðbúð sjómanna á skip- um og fólksins í landi. Samt liafði lnmn miklum störfum að sinna sem læknir og var ávallt reiðubúinn til j)ess að revna að lijálpa liverjum sem var, Rann lionuin mjög til rifja, livc illur hagur almennings væri og fór að brjóta það mál til mergj- ar. Skrifaði hann mikið um stjórnmál um þetta leyti og bauð sig fram lit þingmennsku við aukakosningu á Akureyri io:í 1904, en náði ekki kjöri. Haust- ið 1906 gaf hann út bók um sjálfstæðismál íslands — „í afturelding“ — og var hún lil- einkuð æskulýðnum. Varð mönnum mjög tíðrætt um rit- gerð þessa, en i henni er því haldið fram, að ísland ætti þegar að skilja við Danmörku í bróðerni og verða sjálfstælt riki. Einn andstæðingur bug- myndarinnar sagði um bókina, að hún væri „vel og fjörlega rituð og gotl væri að einhver reyndi að luigsa þetta mál lil enda. En þött bökin liafi vakið mikið umtal, ])á cr sú aðallmgs- un, sem þar kemur fram, alls ekkert nýmæli. Hún liefir rekið uj)j) höfuðið áður og það livað eftir annað, ])ött ekki hafi lnin fyrr verið selt fram nema í brotum.“ En G.H. liafði einmitt hæfileikann til þess að taka allt málið saman í eina heild og leggja það fram, hugsað lil enda. Og hann liafði gaman af þeim smávegis hnútum og árásum sem hann varð fvrir út af þessu, sannfærður um að andstæðingarnir myndu eiga eftir að snúast og fallast á meg- in-atriðin í því sem hann og aðrir skvldir segðu. „.... Eg er í engum efa um það, að ó- hreinskilnin, hugsanaþokan og fáfærðin verða að lúta í lægra haldi, er til lengdar lætur, tiversu sem þessi hjú reigjast og rembast um stundarsakir.“ (N.land, 8.9. ’06). Dönum þótti

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.