Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 10
18 LÆKNABLAÐIÐ heilsuverndarstarfsemina í bæn- um eins og nú horfir. Það skal |)ó viðurkennt, að nokkur undirbúningur mun þegar gerður til að koma heilsu- verndarstarfseminni í betra horf, en enn mun það þó aðeins vera á pappírnum. Nákvæmlega sama gildir um almennar lækningar, allar lækn- ingastofur eru i miðbænum, eða svo til, og ekki tekur betra við þegar ræðir um lyfjabúðirnar. I flestum menningarlöndum þykir sjálfsagt, að íbúarnir geti náð til lækna og lyfjabúða, án alltof mikilla erfiðleika, og befir meira að segja víða verið ákveð- ið í reglugerðum, í samræmi við heilbrigðislög, að eigi skuli fólk það, sem lengst býr frá lyfjabúð, þurfa að ganga lengra en 1,5—2,0 km. til að sækja lyf — enda sé ekki um algjört dreifbýli að ræða. Að starfandi læknar væru innan slíkra takmarka, hefir ekki þurft að taka fram, svo sjálfsagt hefir það þótt. Ekki verða bornar brigður á ])að, að vel bafa Reykvíkingar verið settir með sérfræðinga; en þó er þar nokkur ljóður á, því að fæstum þessara lærðu manna hefir boðizt sú aðstaða til starfa, sem nauðsynleg mætti tcljast, ef þeir ættu að geta notið sín til fulls. Margir sérfræðinganna hafa orðið að verja tíma sínum til almennra læknisstarfa, sem litið eða ekkert bafa komið sér- fræðiþekkingu þeirra við, og varla þykir nú orðið fært að setjast að í bænum, sem læknir, nema sérfræðingsnafnbót fylgi; veldur hér nokkru um aðstaða almennings, og, að nokkru leyti það, að ekki hefir verið gerð minnsta tilraun til að skipu- leggja störfin. Sannleikurinn er sá, að þótt velmenntaðir sérfræð- ingar séu okkar dýmætustu starfskraftar, fái þeir aðstöðu til að starfa, t.d. i sambandi við sjúkrahús eða sérstakar lækn- ingastofnanir, þá eru þeir engu betri til almennra læknisstarfa en almennu læknarnir. Eigi sýnist sjúkrahúsmálun- um vera sem bezt borgið í bæn- um, sbr. bls. 32 33. Samanborið við smábæi úti á landi verður blutur Reykja- víkur heldur smár, og oft heyr- ist talað um, bæði í hópi lærðra og leikra, að þessi eða hinn hafi ekki getað fengið vist á sjúkrahúsi, og hafi hlotist verra af; mikið má vera, ef hér er ekki að finna eina orsökina til hinna mörgu dauðsfalla af völdum barnsburðar í Reykja- vík, og við nánari rannsókn á fleiri sviðum kynni eitthvað svipað að koma í ljós. Reykvikingar hafa verið svo heppnir að búa við, nú um langt skeið, að öllum líkindum, jafn- gott neyzluvatn og bezt finnst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.