Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 30
38 L Æ I< N A B L A Ð I Ð ur, el' þeim hefði enzt aldur til, að sjúkdómurinn tæki sig upp á ný. þeir dóu úr öðr- um sjúkdómum á meðan hokis- veikin lá niðri. Um alla þá, sem farið hafa og ekki komið aftur, er vitað, að þeir eru dán- ir að einum undanskildum. Um aldur sjúklinganna, j)eg- ar fyrstu holdsveikiseinkenni eru talin koma í ljós, má geta þess að hann var á sjúklingum spítalans: Innan 20 ára ....... 12,5 % 20—40 50,5- 40—60 29,5 — 60—80 7,5 Fvrstur á sjúkraskránni er talinn 11 ára gamall drengur úr Vestmannaeyjum. Hann deyr á spítalanum úr herklaveiki (tuh. miliaris) eftir tæp þrjú ár. Það er eftirtektarvert, að af þeim rúmum 80 sjúklingum, sem komu á spítalann fyrstu fimmtán mánuðina, deyja tíu úr berklaveiki, flestir á þrenmr fyrstu árunum. Að vísu deyja flestir á spítalanum fyrstu ár- in, 17 til ársloka 1899, eða rúml. 20%, sem auðvitað er geysihá dánartala og árið 1900 deyja 14 og yfirleitt er dánartalan há fyrstu árin. Þetta er þó skiljan- legt, því reynt hefur verið að losna fyrst og fremst við þá sjúklinga úr byggðum lands- ins, sem verst voru haldnir og erfiðast var að hafa heima og þyngstir voru á sveitasjóðun- um. En hvað sem því líður, eru allar líkur fyrir því, að þessir menn hafi verið orðnir berkla- veikir áður en þeir komu á spítalann. Holdsveikin er ákaflega lang- vinnur sjúkdómur eins og kunnugt er og ganga margir með hann áratugum saman. Það er þá ekki að furða, þótt J)eir uienn taki ýmsa aðra sjúk- dóma á svo löngum tíma. Dán- arskýrslur holdsveikraspítalans bera J)að líka með sér, að mikill meiri hluti þeirra, sem þar hafa dáið, dóu úr sjúkdómum, sem ekki verður séð að komi holds- veiki neitt við. Manni dettur eðlilega í hug, að holdsveikum mönnum sé hættara við að veikjast af öðrum sjúkdómum, en þeim, sem heilbrigðir eru. En J)að nmn vera jafnerfitt að sanna J)að og að neita því, þótt raunar virðist sem svo Iiljóti að vera. A Holdsveikraspítalanum hafa langsamlega flestir þeirra, sem J)ar hafa látizt, dáið á aldrinum 30—70 ára. 10 dóu fyrir innan þrítugt, en 21 kom- ust yfir sjötugt og af þeim 8 yfir áttrætt og tveir urðu níræð- ir. Þegar fyrstu árin eru liðin, stórfækkar Jæim, sem deyja úr herklaveiki, þeir eru alls 25, (þar með taldir J)eir 10, sem dóu á fyrstu Jn-enmr árunum), en við krufningar hafa fundizt herklar í 34 sjúklingum að auki,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.