Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 18
26 LÆKNABLAÐIÐ verki sínn á sem fullkomn- astan hátt. Af ofansögðu má mönnum vera ljóst, að það er ekkert áhlaupaverk að undirbúa til- lögur um fyrirkomulag heil- brigðismála í Heykjavík; ég hefi ekki haft aðstöðu til að gera þær rannsóknir, sem til þarf, en hefi þó til þess að taka lítið dæmi, gert smávegis und- irbúnings eða frum-athugun á sjúkrahúsmálunum og dauðs- föllum af barnsburði, því mið- ur verður það að miðast við árin 1940—1944, því að lengra ná útkomnar heilbrigðisskýrsl- ur ekki, og svo kunna ýmsar tölur að breytast, þegar hag- skýrslur Hagstofunnar loksins koma út, yfir þetla tímabil, hvenær sem það verður. Raunar er drátturinn á út- gáfu hagskýrslanna alveg óaf- sakanlegur, og þyrfti að gera gangskör að því að koma því í betra horf, sem allra fyrst. Yfirlit yfir sjúkrarúm, fæðingar, barnsfarardauða o. fl. í Reykja- vík og fjórum stærstu kaupstöðum utan Reykjav. árin 1940— 1944. Fæðingar Fósturlát Börn alls °/00 alls °/oo alls Rvík 5759 27,6 23 4,0 143 Aðrir kaupst. 2394 23,9 87 36,3 33 Tala Fæð- Fjöldi f. á ljósmæðra ingar Ijósmóður Rvík 16 1355 85 Aðrir kaupst. 17 525 31 Aðrir kaupst. eru: Hafnarfj., lsafj., Akureyri og Vestmanna- eyjar. Yfirlit þetta er hyggt á út- drætti úr ársskýrslum ljós- mæðra, töflu nr. XIII. í Heil- brigðisskýrslunum 1940—1944, nema yfirlitið um sjúkrarúmin og tölu ljósmæðra, sem er byggt á töflu nr. XIV. og I. i sömu skýrslum 1944 og töflu nr. XVII., sama ár. dóu Mæður dóu Andvana f. Sjúkrar. °/00 alls uloo alls °/00 loooíb. 24.8 19 3,3 148 25,7 6,6 13.8 1 0,4 54 22,6 9,5 Þetta yfirlit talar sínu máli, það segir: 1. Skráð fósturlát eru níu sinnum færri í Reykjavík en öðrum kaupstöðum. Þetta er auðvitað ekki nærri neinum sanni, en þýðir aðeins, hversu allt eftirlit er ófullkom- ið, eða skýrslugerð vanrækt, eða hvorttveggja. I þessu sambandi er vert að minnast þess, hversu erfitt hér yrði að gera grein fyrir fóstur- látum af völdum sárasóttar, sem þó væri mjög þýðingar- mikið að fá upplýst, því að margt bendir til, að stríðið hafi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.