Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ ,‘39 sem ekki var talið að <iáið hefðu úr berklaveiki. A fyrstu árum spítalans dóu 13 úr degeneratio amyloidea og 15 úr marasmus. Þetta verður eflaust að setjast í samband við holdsveikina. 6 <ieyja úr sten- osis laryngis leprosa, þeir kafna, en voru ófáanlegir til að láta gera á sér tracheotomi. Seinna breyttist það og úr því hlaut enginn þennan dauðdaga. Holdsveikin varð beinlínis þeirra banamein. 14 liafa <iáið úr nephritis chronica. Langvinn nýrnabólga (nephritis paren- chymatosa chron.) er fremur tíður fylgikvilli holdsveikinnar og stafar að líkindum af eitri gerlanna, þó þeir finnist sjal<l- an í nýrunum. Þeir 48 sjúkling- ar, sem nú voru taldir, geta talizt hafa <láið beint eða óbeint úr holdsveiki. En þar með er líka upptalið. Ilvað hina sjúklingana, 149, áhrærir, þá er dánarskýrslan alveg eins og hún kæmi úr héraði eða almennum spítala: t.d. cancer (5; dysenteri 8; Mb. cordis 5; pneumonia 10 o. s. frv. Holdveikraspítalinn hefur samkvæmt tilgangi sínum frá upphafi verið einangrunarhæli og liknarstofnun, en fvrst og fremst rekinn sem sjúkrahús. Sæmundur Bjarnliéðinsson var læknir spítalans í þrjátíu og sex ár. Hann gerði holdsveikisrann- sóknir og holdsveikralækningar að æfistarfi sínu og varð hinn mætasti sérfræðingur í þeirri grein. Það má gera ráð fyrir að það hafi ekki verið skemmlilegt verk, sem læknirinn tók að sér. Aðeins einn sjúkdómur við að fást, og hann þar á ofan ólækn- andi. Margir eða flestir sjúkl- inganna komu úr örhyrgð og volæði og algerðu hirðuleysi, enda almennt litið svo á, að sama væri hvernig með þá aum- ingja væri farið; þeir væru <irottins vesalingar og mættu þakka fyrir að fá að fara sem fyrst. Hjúkrun var engin, varla bundið um sár. Þeir lágu um- hirðulausir í rúmbælunum ef þeir gátu ekki staðið á fótunum. En þeir sem rólfærir voru, fóru allra sinna ferða og skildu el'tir vilsuna úr opnum sárunum, hvar sem að kom. Framan af voru sumir þeirra sjúklinga, sem til Laugarness komu, þann- ig útlítandi, að „auðséð var á þeim, að þeir áttu ekki annað eftir, en að déyja“, segir Sæ- mundur í fyrstu skýrslu sinni um heilbrigðisástandið á h.olds- veikraspítalanum í Laugarnesi (1900). En starf læknisins reyndist ekki eins einhæft og það virtist vera, fljótt á litið. Bæði kemur hoídsveikin fram í ákaflega fjöl- breytilegum myndum, því fá eru líffæri, sem hún lætur ó- snert, og þar að auki átti það fyrir flestum sjúklingunum að liggja, að dvelja áratugum sam- an á spítalanum og hlaut þá svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.