Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.06.1948, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 33 Alm. lyflækningar: 150 rúm Alm. handlækningar: 150 rúm beinbrot og „ortho- pædi“ innifalið. Barnaspítali: 65 rúm Fæðingarheimili. 65 rúm Kvensj úkdómar: 20 rúm Háls- nef- eyrnasjúkd. 20 rúm Alls 445 rúm Það er siðferðileg skylda bæjaryfirvaldanna að byggja sjúkrahús, svo að þörfinni sé fullnægt í bænum, enda koma ríflegir styrkir á móti frá rík- inu. Veika hliðin á þessu máli er reksturinn, og mætti teljast sjálfsagt, að Tryggingarstofn- unin héldi bæjarfélögin skað- laus af rekstri sjúkrahúsa, ef hún ekki vildi reka þau sjálf. Sérfræðingar. Athuga þarf þörfina fyrir sér- fræðinga og skapa þeim aðstöðu til starfa á sjúkrahúsum og lækningastöðvum. Til mála gæti komið, að hvetja menn eða stvrkja til að nema sérgreinar, sem enn vantar menn í, enda fái þeir, að afloknu námi, aðstöðu til starl'a. Almennir læknar. Almennu læknunum þarf að dreifa um bæinn þannig, að hver hafi, í aðalatriðum sitt hverfi. Ætti það að vera til óumi'æðilegs hagræðis fyrir alla bæjarhúa, sem og fyrir lækn- ana, sem þá hefðu styttri vega- lengdir að fara til að vitja sjúklinga sinna. Eðlilegast væri og, að al- mennu læknarnir vísuðu sjúkl. til sérfræðinga, að minnsta kosti í fyrsta skipti, sem leita þyrfti sérfræðings, í einhverju tilfelli. Lyfjabúðir. Gera þarf hið skjótasta ráð- stafanir, til að hægt verði að fjölga lyfjabúðunum, og dreifa þeim um bæinn, svo að vand- ræðalaust væri fyrir fólk að ná til þeirra. Heilln’igðisyfirvöldunum í landinu her skylda til að veita tafarlaust nauðsynleg leyfi til að hægt verði að fjölga lyfja- búðunum, eða fela lyfjaverzlun ríkisins útsöluna, eða leysa mál- ið á einhvern annan hátt. A meðan svo er ekki, þyrftu læknar að hafa með sér nauð- synlegustu lyf, að minnsta kosti við næturvitjanir. Einnig gæti komið til mála að fela læknum, sem störfuðu í úthverfunum, að hafa á hendi útsölu nauðsynlegra lyfja.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.