Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 16
6 LÆKNABLAÐIÐ ingu á röntgeneinkennum lið- sjúkdóma í syringomyeli. Áður en farið var að nota röntgenljósmyndir, mælti hann með röntgenpappír við hópskoð- anir á lungum vegna berkla- varna og lagði áherzlu á, að margt benti til þess, „að víð- tækar hópskoðanir myndu valda þáttaskilum og framund- an væri glæsilegt tímabil al- mennrar heilsuverndar, í bar- áttunni við berklaveikina.“ 1 fjölda ritgerða hefir Claes- sen samið hina nákvæmustu og fullkomnustu lýsingu, sem enn hefir birzt um röntgengrein- ingu sullaveikinnar. — Hér mun aðeins verða bent á nokkrar athuganir, sem hafa almenna þýðingu í sjúkdóms- greiningunni. Dtbreiðsla sullaveikinnar er ineiri en almennt er álitið. Hún er allalgeng í hinum viður- kenndu sullaveikislöndum, og landlæg á ýmsum stöðum, en auk þess finnast stöku sjúkling- ar alls staðar. Sullurinn getur fundizt í öllum líffærum, en þetta snýkjudýr sezt þó aðallega að í lifrinni, en þar finnast um það bil 75% af sullunum. Kalksölt, sem setjast í band- vefinn umhverfis gamla sulli, eru mikilvæg í röntgenrann- sókninni. Kalkskuggarnir koma oftast fram sem smærri eða stærri hlutar af skel eða hring- skuggum. A Islandi eru lungnasullir á- kaflega fátíðir. Allir þeir sjúkl- ingar sem komu á röntgendeild- ina í Reykjavík og taldir voru hafa lungnasulli, reyndust við nánari röntgenrannsókn vera með lifrarsulli undir jiindar- bungunni, er höfðu sprungið inn í lungnapípur. Reynsla Claessen bendir til jiess, að einn- ig í öðrum löndum kunni upp- haflegu sullirnir að vera sjaldn- ar frá lungum en oft er talið. Lifrarsullir, sem upphaflega eru undir þindinni, taka oft á sig gerfi sulla neðst í h. lunga, vegna ófullkominnar röntgen- tækni. Sullir í beinum eru 1—2% allra sulla. Tíðastir eru þeir í mjaðmagrindinni, en þó hafa þeir sézt í því nær öllum bein- um. Röntgeneinkennin eru mjög mismunandi. Beinskemmdirnar líkjast einatt hverskonar ill- kynja æxlum, en stundum eru þær meinleysislegri. Það er góð vísbending í röntgengreining- unni, að engin beinrýrnun er í umhverfinu né heldur þykkni í beinhimnum. Kennslubók Claessen í rönt- genfræðum, „Röntgendiagno- stik“, er það rit sem Claessen hefir orðið luinnastur fyrir meðal annarra lækna á Norður- löndum en röntgenfræðinga. Sú hók hefir komið út í tveim út- gáfum á dönsku (1940 og 1946). Þessi bók er sérstæð sem kennslubók í röntgengreiningu, vegna þess hve ljóst og lipurt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.