Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7 liinn trausti og æfði kennari leiðir nemandann, alókunnugan þessu ei'ni, fet fyrir fet inn í helgidóm röntgenfræðanna. Til þess að gera efnið skiljan- legra byrjandanum, hefir höf- undurinn víða tengt lýsingu röntgenmyndanna þeim mynd- um, sem menn geyma í huga frá líffærafræðinni og einnig því, sem finnst við almenna sjúkra- rannsókn. 1 sambandi við þenn- an samanburð, lýsir hann vinnubrögðum röntgenrann- sóknarinnar og túlkun röntgen- myndanna. Smám saman eru byrjandanum kynntar þær meginreglur, sem við eiga þeg- ar lesa á gerð líffæranna út úr röntgenmyndunum, þ. e. að komast að röntgengreiningu sjúkdómsins. Vel valdar mynd- ir bera vitni hinni ágætu tækni Röntgendeildar Landspítalans i Reykjavík. Kennslubók Claessens er al- mennt notuð og í miklum met- um við háskóla Norðurlanda. Ensk útgáfa er í prentun. Hin mörgu rit Claessens um geislalækningar, flest á ís- lenzku, fjalla um radium-, röntgen- og ljóslækningar, og taka til flestra greina geisla- lækninganna. Þau eru sumpart almennt fræðandi, sumpart skýrslur um árangur geisla- lækninga á Röntgendeildinni. Þau sýna bæði þekkingu höf- undarins, nákvæmni og ágæta dómgreind, en jafnframt hve geislalækningar eru fullkomnar í Reykjavík. Afrek Claessens í röntgen- meðferð geitna hafa vakið sér- staka athygli. Ctdráttur um þau hcfir birzt á ensku í Acta Radiologica 1937. Þau eru þess virði, að hver sá, sem liefir þann sjúkdóm til meðferðar, kynni sér þau. Með lækninga-aðferð, sem í höndum hans var mjög árangursrík, sívakandi eftirliti og fórnfúsri umhyggju fyrir sjúklingunum, náði hann á- rangri í röntgenmeðferð geitna, sem kalla má einstæðan. Allir þeir 152 sjúklingar, sem voru í meðferð á árunum 1915— 1935, því nær allir sem fundust á Islandi, læknuðust án teljandi skalla, og án þess að aftur veikt- ust nema 4 sjúklingar, 3 þeirra batnaði við endurtekna með- ferð. Árin 1940—1948 var Claessen áhugasamur meðritstjóri Acta Radiologica. Til jjess að geta metið að fullu gildi verka Gunnlaugs Claes- sens, sem læknis og vísinda- manns, þarf að hafa það í huga, að nær öll störf hans á röntgensviðinu voru liður í stærri baráttu í heilbrigðismál- unum. Fjölþætt þekking hans og mikil skipulagningargáfa nutu sín vel í forustustöðum í jjjónustu hagnýtrar læknis- fræði og félagsmála. Þannig var hann einn af stofnendum Rauða Kross íslands og formaður hans

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.